fbpx

POPCORN & PITCH HAPPY HOUR 10. nóvember í Grósku

Snjallræði, samfélagshraðallinn, mun halda viðburð í Grósku þann 10. nóvember kl. 16:30 – 18:00, sem ber yfirskriftina Popcorn & Pitch Happy Hour. Öll eru velkomin!

Teymin sem taka þátt í Snjallræði hafa nú tekið þátt í fjórum tveggja daga vinnustofum hér á landi á vegum Svöfu Grönfeldt og samstarfsfélaga hennar frá MIT designX. Þann 10. nóvember munu sprotarnir halda lyftukynningu eða svokallað pitch í Grósku um þær lausnir sem þau hafa þróað fyrir áskorunum samtímans.

Við fáum til okkar góða gesti sem munu setja tóninn fyrir viðburðinn. Þetta er frábært tækifæri fyrir sprotasamfélagið að hitta frumkvöðla og aðra sprota.

Komdu og vertu með okkur – af þessum viðburði máttu hreinlega ekki missa af!

Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, bættu menntakerfi og jafnréttismálum, svo dæmi séu tekin.

Samfélagsleg nýsköpun felst í því að nýta aðferðafræði nýsköpunar og hönnunarhugsun til þess að tækla samfélagslegar áskoranir og byggja upp kerfi og lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi og þar af leiðandi fyrir samfélagið í heild.


Vinnustofurnar eru þemaskiptar og taka á mismunandi þáttum í þróunarferlinu, allt frá þarfa- og hagaðilagreiningu, hönnun á sjálfbæru viðskiptamódeli, furumgerðarksöpun og fjárhagsáætlunum yfir í tengslamyndun og framkomu.

is_ISIcelandic