fbpx

Prosecco & Pitch í Hringiðu

Fögnum sumrinu með processo og pitch! 

Sprotafyrirtækin sem taka þátt í Hringiðu 2023 hafa farið í gegnum vinnustofur, hlýtt á fyrirlestra frá sérfræðingum úr atvinnulífinu og fundað með KLAK VMS mentorum en nú er komið að sprotunum að sameina krafta sína í Prosecco & Pitch.

Öll eiga sprotarnir í Hringiðu það sameiginlegt að leggja allan sinn metnað í að leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum. Munu Sprotafyrirtækin halda lyftukynningu eða svokallað pitch um þær lausnir sem þau hafa þróað fyrir áskorunum samtímans.

Komdu og vertu með okkur í Grósku – af þessum viðburði máttu hreinlega ekki missa af!

Þetta er frábært tækifæri fyrir sprotasamfélagið að hitta frumkvöðla og aðra sprota.

Dagsetning: 19. apríl
Tími: Húsið opnar 16:00
taður: Gróska 1.hæð við Mýrina

Dagskráin 

16:30 – Reykjavíkurborg // Óli Örn Eiríksson

16:45 – Orkuveita Reykjavíkur // Hera Grímsdóttir

17:00 – Hringiðu teymin kynna verkefnin sín.

Sprotarnir í Hringiðu sem koma fram eru eftirfarandi:

Mar Eco

Orb

Bambahús

Munasafn RVK Tool Library

Resea Energy

Melta

Umsjón með hraðlinum er í höndum KLAK sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Bakhjarlar eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Orkuklasinn og Grænvangur.

is_ISIcelandic