fbpx

Sjö teymi valin í Hringiðu 2022

Sjö teymi voru valin í viðskiptahraðalinn um hringrásarhagkerfið Hringiðu 2022 sem hefst 25. apríl en þetta mun vera í annað skiptið sem slíkur hraðall er haldinn. Þau teymi sem komust áfram í Hringiðu í ár eru Snerpa Power, E1, Plogg-In, GreenBytes, Sidewind, ÝMIR Technologies og Álvit ehf. (Gerosion)

Þátttakendur munu fá ráðgjöf frá mentorum Hringiðu en það er nýnæmi á Íslandi að tengja saman alla mentora í nýsköpun á Íslandi og hjá Klak – Icelandic startups hefur verið góð tenging við mentora í gegnum árin. Slík tenging við viðskiptaheiminn er gríðarlega góður lærdómur fyrir alla aðila og skilar meiri þekkingu á frumkvöðlasenunni. Fyrir utan það þá skilar þetta samstarf við sprota, frumkvöðla og viðskiptaheiminn sér margfalt tilbaka með reynslu og þekkingu í heim nýsköpunnar.

Allir mentorar Hringiðu hafa reynslu og þekkingu af nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi og eða stofnun fyrirtækis og hafa þau öll viljað fá ráðgjöf um fjármögnun og styrki í Evrópu á þessum árum áður sem erfitt var að leita í leiðsögn. Mentorar eru samstilltir í Hringiðu og við það fá sprotar bestu mögulegu ráðgjöf og þekkingu.

Hraðallinn er samstarfsvettvangur fyrir hringrásarfyrirtæki á Íslandi þar sem einstaklingar úr fyrirtækjum og stofnunum geta kynnst öðru fólki sem hefur brennandi áhuga á og vinnur innan hringrásarhagkerfisins. Þrjátíu umsóknir bárust í ár en áhugavert verður að fylgjast með afrakstur slíks hraðals sem leggur mikla áherslu á eins mikilvægt málefni og hringrásarhagkerfið. 

Hringiða verður keyrð áfram með áherslu á að þátttakendur verði í stakk búnir að sækja um Evrópustyrki LIFE-áætlunarinnar sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. 

Umsjón með hraðlinum er í höndum KLAK sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í LIFE-áætluninni og því verður KLAK í miklu samstarfi við Inspiralia frá Spáni sem eru sérfræðingar í Evrópustyrkjum.

Að verkefninu standa Orkuveita Reykjavíkur, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Sorpa, Terra, Faxaflóahafnir, Samtök iðnaðarins og Ölgerðin. 

is_ISIcelandic