
Hvað er Snjallræði?
Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, bættu menntakerfi og jafnréttismálum, svo dæmi séu tekin.
Snjallræði var stofnað af Höfða friðarsetri árið 2018 og hefur verið keyrt þrisvar frá upphafi. Vaxtarrýmið var í umsjá KLAK til ársins 2022, í samstarfi við MITdesignX. Þungamiðja þess eru vinnustofur þar sem að sérfræðingar frá MIT koma til landsins og deila þekkingu sinni. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði samfélagsmála og nýsköpunar og fundi með reyndum mentorum.
Markmið vaxtarrýmisins er að ýta undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans og er þannig mikilvægur vettvangur fyrir samfélagssprota. Áhersla er á að ýta undir sjálfbærni í nýsköpun og byggja upp sprota sem styðja með beinum hætti við eitt eða fleiri af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna allt frá fyrstu skrefum.
Hvað er samfélagsleg nýsköpun?
Samfélagsleg nýsköpun felst í því að nýta aðferðafræði nýsköpunar og hönnunarhugsun til þess að tækla samfélagslegar áskoranir og byggja upp kerfi og lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi og þar af leiðandi fyrir samfélagið í heild.
Sprotar
10 teymi tóku þátt í Snjallræði árið 2022

BioBuilding
Ræktun framtíðarbygginga: íslensk hampsteypa og notkunarmöguleikar hennar.

Fort
Fort vinnur gegn hröðun á tapi vöðvamassa- og vöðvastyrk (acute-sarcopenia) hjá sjúklingum sem eru rúmfastir á spítala í lengri tíma með sérstakri fótapressu til að viðhalda vöðvastyrk.

Hringvarmi
Hringvarmi ræktar grænmeti á vistvænan hátt, í nálægð við neytendur, með einstakri hringhagkerfis lausn.

Hugmyndasmiðir
Verkefnið Hugmyndasmiðir fræðir krakka um nýsköpun og dregur fram fyrirmyndir frumkvöðla af öllum kynjum, aldri, sviðum og landshlutum Íslands. Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafærni krakka og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Laufið
Laufið er nýr stafrænn vettvangur með hagnýtum verkfærum og hvatakerfi sem leiðir fyrirtæki og neytendur í vegferð að grænna og sjálfbærara samfélagi.

Ylur
Hátæknigróðurhús með áherslu á hringrásarhagkerfið.

On To Something
On to Something (OTS) er alþjóðlegur rafrænn viðskiptavettvangur þar sem afgangsefni ganga kaupum og sölum.

Orb
Orb þróar tækni til að mæla kolefnisbindingu skóga á ódýran og aðgengilegan hátt til að stuðla að ábyrgri kolefnisjöfnun og framleiðslu vottaðra kolefniseininga.

Sara, stelpa með ADHD
Markmið Söru, ADHD stelpunnar, er að vekja athygli barna og þeirra sem standa þeim næst á mismunandi birtingarmyndir ADHD í stelpum og strákum. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar svo að „týndu stelpurnar“ fái þá athygli, aðstoð og skilning sem þær þurfa.
Fyrirkomulag
Dagskrá Snjallræðis árið 2022 fór fram aðra hvora viku. MIT designX vinnustofurnar eru fjórar talsins, eða einu sinni í mánuði. Á milli vinnustofanna verða Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands með vinnusmiðjur. Auk þess hitta þátttakendur mentorana fjórum sinnum yfir tímabilið og taka þátt í ýmsum viðburðum.
25- 26. ágúst: Understand
Hvaða vandamál er verið að leysa og hver mun njóta góðs af lausninni?
Áhersla lögð á:
- Þarfagreiningu (e. Needs analysis)
- Markaðskönnun (e. Market segmentation)
- Hagaðilagreiningu (e. Stakeholder map)
- Afbyggingu (e. Deconstruction)
22. – 23. september: Solve
Hver er lausnin og hver er ávinningurinn af henni fyrir hagaðila ?
Áhersla lögð á:
- Hönnun markmiðs (e. Mission design)
- Virði lausnarinnar (e. Value proposition)
- Ferðalag notandans (e. User journey)
- Hraða úrvinnslu á fyrstu frumgerð (e. Rapid prototyping)
21- 22. október: Envision
Hverju viljum við ná fram og hvaða gildi liggja til grundvallar við ákvarðanatöku?
Áhersla lögð á:
- Að hanna framtíðarsýn (e. Vision design)
- Gildi stofnenda og stofnsamninga (e. Founder’s values / negotiations)
- Sjálfbær viðskiptamódel
- Fólk og samstarfsaðila
16. – 17. nóvember: Execution
Hvernig er best að hrinda lausninni í framkvæmd, skala hana og fjármagna?
Áhersla lögð á:
- Aðgerðaráætlun
- Fjárhagsáætlun
- Fjármögnun
- Söguna og pitch-ið
Stýrihópur

Svafa Grönfeldt
MIT

Auður Örlygsdóttir
Höfði friðarsetur

Pia Hansson
HÖFÐI FRIÐARSETUR

Hulda Hallgrímsdóttir
Reykjavíkurborg

Magnús Þór Torfason
Háskóli Íslands

Thomas Pausz
Listaháskóli Íslands

Hallur Þór Sigurðsson
Háskólinn í Reykjavík

Sveinn Kjarval
Marel

Gunnar Sveinn Magnússon
DELOITTE

Dóra Björk Þrándardóttir
LANDSVIRKJUN

Lóa Bára Magnúsdóttir
ORIGO

Óli Örn Eiríksson
Reykjavíkurborg
