fbpx

StartupTourism styrkir stoðir nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu   

KLAK – Icelandic Startups og Ferðaklasinn hafa tekið höndum saman um að endurvekja viðskiptahraðalinn StartupTourism í nýrri mynd sem hvatning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í ferðaþjónustu og til að styrkja stoðir nýrra fyrirtækja. StartupTourism hraðallinn var keyrður fjórum sinnum á árunum 2016-2019 með frábærum árangri en 15 af 39 fyrirtækjum sem tóku þátt í hraðlinum eru enn starfandi í dag. Þörfin fyrir slíkan hraðal á sviði ferðamála hefur aldrei verið meiri enda ferðaþjónustan nú einn mikilvægasti hlekkur íslensks hagkerfis.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að nota nýsköpun til að leysa áskoranir sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir. Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi er sífellt að verða öflugra og það er mikilvægt að nýta það fyrir ferðaþjónustuna líka og endurvekja þennan flotta hraðal sem ferðaþjónustan átti. Það er ánægjulegt að margir aðilar hafa lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu sem bakhjarlar og við stefnum á að ljúka fjármögnun á verkefninu á næstu vikum.” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups. 

Farþegaspár Isavia í upphafi árs gera ráð fyrir að 2,4 milljónir gesta muni heimsækja Ísland á árinu 2024. Ef þær tölur ganga eftir er það mesti ferðamannafjöldi frá upphafi mælinga. Áætlanir og forsendur geta breyst á skömmum tíma og þess vegna er mikilvægara nú en aldrei fyrr að hlúa að nýsköpun og þróun í greininni til að gera hana enn samkeppnishæfari við þær þjóðir sem við erum helst að keppa við um hylli gestana. Það eru því gríðarleg tækifæri fólgin í því að stýra og styðja við þessa þróun og nýta StartupTourism hraðalinn til þess. Samstarf Ferðaklasans og KLAK mun auðvelda frumkvöðlum að raungera hugmyndir sínar sem byggja á hugviti og mun á sama tíma auka sjálfbæra verðmætasköpun í ferðaþjónustu til frambúðar.

Haft eftir Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Ferðaklasans: 

StartupTourism mun einnig leggja ríka áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd þar sem virðing fyrir íslenskri náttúru og samfélagi er ekki aðeins forsenda fyrir sjálfbærri þróun á Íslandi heldur einnig velgengni og afkomu íslenskrar ferðaþjónustu. StartupTourism mun leggja áherslu á þátttöku sprotafyrirtækja af landsbyggðinni og verður bæði uppsetning hraðalsins og kynningarherferð hans sniðin til þess að mæta þörfum þeirra.” 

Sprotafyrirtækin sem fá sæti í StartupTourism hraðlinum munu njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og ýmissa lykilaðila á sviði ferðaþjónustu auk annarra sérfræðinga, jafnframt mentora KLAK VMS og stjórnenda þeim að kostnaðarlausu.

is_ISIcelandic