fbpx

Teymin safnað um milljarði króna í Hringiðu

Viðskiptahraðallinn Hringiða var í umræðunni í Morgunblaðinu þar sem Jenna Björk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Hringiðu hjá KLAK – Icelandic Startups fór yfir hvað hraðallinn hefur alið af sér í gegnum árin og þær breytingar sem gerðar hafa verið.

Hringiða er viðskiptahraðall sem stendur yfir í 6 vikur og allt að 10 teymi verða valin til þátttöku. 

Breytingin felur í sér meðal annars að sprotar á fyrstu stigum sem komast inn í hraðalinn fá einstakt tækifæri til þess að móta sína hugmynd með aðstoð sérfræðinga og frumkvöðla úr íslensku atvinnulífi, styrkja tengslanetið, fá skýra sýn á næstu skref og verkfærin til að komast þangað.

Umsóknarfrestur í Hringiðu fyrir sprota á fyrstu stigum er 25. febrúar.

Birt í Morgunblaðinu, viðskipti/atvinnulíf, 22. febrúar bls. 36

is_ISIcelandic