fbpx

Níu teymi taka þátt í Hringiðu 2024

Níu teymi taka þátt í viðskiptahraðlinum Hringiðu 2024, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni en hraðallinn hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við græn nýsköpunarverkefni á frumstigi.

Þátttakendur verða í lok hraðals í stakk búin til að kynna verkefni sín fyrir fjárfestum og sækja styrki sem styðja verkefni sem draga úr losun. Tveir sprotar sem fengu sæti í Hringiðuhraðlinum urðu til í lausnamótinu Þráðaþoni sem KLAK hélt í upphafi árs í samstarfi við Hringrásarklasann með stuðningi frá Umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti.  

Þungamiðja Hringiðu felst í skipulögðum vinnustofum og fundum með sérfræðingum úr hópi mentora frá KLAK VMS. Framfarir þátttakenda undir handleiðslu mentoranna skila sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta. Hlutverk Hringiðu er að stuðla að því að á Íslandi rísi öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Ísland. Umsjón með Hringiðu er í höndum KLAK – Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.

Bakhjarlar Hringiðu eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveitan, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Grænvangur, Orkuklasinn, Hugverkastofa, F6S og Hringrásarklasinn.

Arctic Fibers

Arctic Fibers var stofnað af Alice Sowa og Matthildi Marvinsdóttur en þess má geta að Alice Sowa tók þátt í Gullegginu 2024 með aðra hugmynd, Ullarköggla, og komst í Topp 10.

Arctic Fibers umbreytir lúpínu, sem er ágeng planta í íslenskri náttúru, í verðmæta vöru sem styður við hringrásarhagkerfi Íslands. Rannsóknaraðferðin byggir á brautryðjendastarfi okkar í tengslum við vinnslu á lúpínu fyrir textíl, byggingariðnað og aðrar framleiðsluvörur. Markmið okkar er að styðja við endurnýjandi aðferðir í landskipulagi auk þess að styðja við endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á þeim svæðum sem lúpínan hefur tekið yfir.

Ekkó

Ekkó var stofnað af Smára Jósafatssyni. Markmið er að bjóða umhverfisvænu Ekkó toghlera okkar sem spara að meðaltali um 7,5% olíu á veiðum sem sparar fljótt verðgildi hleranna. Auk

þess sem Ekkó toghlerarnir svífa yfir botninum og vernda lífríkið við botninn.

Í djúpum

Í djúpum var stofnað af þeim Sveini Gunnarssyni og Beggu Rist.

Í dag er miklu af hrossataði á Íslandi fargað, með miklum tilkostnaði fyrir eigendur hesta, án þess að taðið nýtist. Til að stemma stigu við innflutningi á moltu og áburði stefnum við að því,  með ákveðnu vinnsluferli, að gera gæða vöru úr hrossataðinu, sem hægt verður að nýta í garðyrkju, ræktun svo eitthvað sé nefnt.

Þessi vara mun auka verðmæti taðsins og verða seld hérlendis, en tækniþekkinguna verður mögulegt að flytja út til annara landa.

SeaGrowth

Í SeaGrowth teyminu er þau Alexander Schepsky, Birgitta Ásgrímsdóttir, Martin Uetz, Sigrún Gudjonsdottir og þess má geta að hugmyndin hreppti Gulleggið 2024.


SeaGrowth ætlar að framleiða vistræktaðan fiskmassa úr fiskfrumum fyrir matvælaframleiðslu. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski, frumurnar einangraðar og ræktaðar upp í þartilgerðum ræktunartönkum. Fiskmassinn sem verður til, verður seldur til matvinnslufyrirtækja sem vinna úr hrávörunni fiskrétti tilbúna fyrir neytendur.

Vistbók

Vistbók var stofnað af Svölu Jònsdòttur, Rósu Dögg Þorsteinsdóttur og Berglindi Ómarsdóttur. Vistbók safnar sjálfbærniupplýsingum fyrir byggingarvörur og setur þær á aðgengilegt stafrænt form til að einfalda skilning hönnuða á hvernig val á byggingarefnum hefur áhrif á vistvænni byggingarinnar.

Birtist á vefsíðu Viðskiptablaðsins vb.is 15. mars

is_ISIcelandic