Gróska

Forkeppni Creative Business Cup á Íslandi 2025

01 apríl - 2025 16:00
Viðburðurinn


KLAK – Icelandic Startups og Íslandsstofa kynna með stolti forkeppni Creative Business Cup á Íslandi, þar sem skapandi sprotafyrirtæki fá tækifæri til að stíga á svið og sýna heiminum hvað í þeim býr! 🎤🚀


Creative Business Cup sameinar frumkvöðla úr 80+ löndum sem öll deila einni sameiginlegri sýn: Að virkja sköpunarkraftinn og byggja sjálfbæran heim í gegnum nýsköpun.

📍 Forkeppni á Íslandi fer fram þann 1. apríl kl. 16:00 í Fenjamýri, Grósku.

📅 Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. mars – sækja um hér


Aðgangur er öllum opinn – við hvetjum áhugasama um nýsköpun, sköpunargleði og frumkvöðlastarf til að mæta og upplifa spennuna með okkur!


Sigurvegarinn hlýtur flug og gistingu til Kaupmannahafnar og verður fulltrúi Íslands á Creative Business Cup 2025. Þar fær viðkomandi tækifæri til að tengjast alþjóðlegum fjárfestum, sérfræðingum, ráðgjöfum og öðrum frumkvöðlum – og stíga næstu skref í vexti fyrirtækisins 📈🌐

Tengdir viðburðir

is_ISÍslenska