KLAK – Icelandic Startups býður þér að taka þátt í Hringiðuhádegi sem verður haldið á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal miðvikudaginn 26. mars kl. 12:00!


Boðið verður upp á hádegismat.


Hringiða er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir og nýsköpunarfyrirtæki sem með einum eða öðrum hætti stuðla að sjálfbærni og betri nýtingu, huga að umhverfis- og/eða loftslagsmálum eða hafa hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins að leiðarljósi.