fbpx

5 sprotar úr hröðlum í umsjá KLAK fá styrk

Fimmtán fyrirtæki hlutu 1-5 milljóna króna styrki frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka en alls bárust 90 umsóknir.

Við erum mjög stolt af öllum sprotunum sem fengu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka en sérlega er gaman að sjá að sprotar úr hröðlum, frumkvöðlakeppni og vaxtarýmum á vegum KLAK var úthlutað styrk.

Sprotanir BioBuilding, On To Something og þríeykið hjá Sara – stelpa með ADHD voru að ljúka 16 vikna vinnustofur MIT designX, Snjallræði á vegum KLAK og Höfða friðarseturs á dögunum með kynningu á verkefnum sínum. Það er því aukinn ánægja að sjá að þau fengu úthlutaðann styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.

Stofnendur BioBuilding eru þau Anna Karlsdóttir og Jan Dobrowolski. Sprotatvíkeykið hjá On To Something eru þær María Kristín Jónsdóttir og Sara Jónsdóttir. Teymið hjá Sara – stelpa með ADHD eru þær Sara Rós Guðmundsdóttir, Katla Margrét Aradóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir.

Frumkvöðla-tvíeykið hjá Lilja hlaut einnig styrk en Inga Henriksen og Árdís Einarsdóttir skráðu sig í Gulleggið 2022. Þær einsog margir hugmyndasmiðir og frumkvöðlar fóru í gegnum Masterclass Gulleggsins, enduðu í topp 10 og gerðu sig lítið fyrir og unnu 3. sæti Gulleggsins. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með tvíeykinu byggja upp sprotafyrirtækið.

Startup SuperNova var haldinn í ágúst á þessu ári og var Deed Delivery eitt þeirra sprotafyrirtækja sem fóru í gegnum viðskiptahraðalinn. Deed Delivery er fyrsti neytendamiðaði samskiptavettvangur fyrir pakkasendingar. Þeir Magnús Sigurbjörnsson, Þorvaldur Skúlasson og Einar Jónsson hafa gert það gott á þessu ári og gaman verður að fylgjast með þríeykinu í framtíðinni.