Viðskiptahraðall í heilsutækni

KLAK health er fimm vikna viðskiptahraðall sem sniðinn er að þörfum sprotafyrirtækja í heilsutækni.

Hlutverk hraðalsins er að efla íslenskt heilsutæknivistkerfi með því að veita þátttakendum aðgang að sérhæfðri fræðslu, leiðsögn frá sérfræðingum og tengslum við fjárfesta og lykilaðila í umhverfinu. Áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist dýpri skilning á regluverki, tæknilegum kröfum og viðskiptalegum tækifærum innan heilbrigðisgeirans. Að loknum hraðlinum hafa þátttakendur mótað skýra viðskiptaáætlun og eru í stakk búnir til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum, samstarfsaðilum og öðrum lykilaðilum.

Hraðallinn byggir á alþjóðlegri fyrirmynd og býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar og undirbúnings fyrir fjármögnun. Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku og fá aðgang að skrifstofuaðstöðu í Grósku á meðan á hraðlinum stendur. Teymin njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra lykilaðila í vistkerfinu, ásamt sérfræðingum og stjórnendum, þeim að kostnaðarlausu.

Bakhjarlar

Gull

Silfur

Brons

Tímalína

Markmið hraðalsins

Markmið KLAK health er að hvetja til nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu og efla tengslanet þess við nýsköpunarumhverfið

Þátttakendur öðlast skilning á regluverki, tæknilegum kröfum og viðskiptatækifærum heilbrigðiskerfinu

Við lok hraðalsins hafa teymin mótað þróunaráætlun og næstu skref til að ná í greiðandi viðskiptavini og kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og hagaðilum

Sprotar

Haraldur Bergvinsson

Verkefnastjóri

Anna Schalk Sóleyjardóttir

Verkefnastjóri

Freyr Friðfinnsson  

Alþjóðafulltrúi og Verkefnastjóri

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri

Atli Björgvinsson

Markaðsstjóri

Stýrihópur

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

KLAK - Icelandic Startups

Halldór Berg Harðarson

Kerecis

Guðmann Ólafsson

Heilbrigðisráðuneytið

Sigurður Þórarinsson

Landspítali

VMS - Mentorar

Freyr Friðfinnsson-Verkefnisstjóri og alþjóðafulltrúi KLAK

Freyr Friðfinnsson

Berglind Rán Ólafsdóttir-Frkvstj. ORF líftækni

Berglind Rán Ólafsdóttir

Vallý Helgadóttir-COO Helix, Ex Controllant, Vistor

Vallý Helgadóttir

Sæmundur Valdimarsson-Ex sjóðsstjóri Kríu

Sæmundur Valdimarsson

Sæmundur K. Finnbogason-Ex sjóðsstjóri Kríu

Sæmundur K. Finnbogason

Sveinbjörn Ingi Grímsson-Ríkiskaup

Sveinbjörn Ingi Grímsson

Stefán Pétur Sólveigarson-Forstöðumaður Hraðsins, Húsavík

Stefán Pétur Sólveigarson

Sesselja Ómarsdóttir-Genís

Sesselja Ómarsdóttir

Ólöf Þórhallsdóttir-Ex Sales and Marketing Florealis, Actavis, núna hjá Lyfjastofnun

Ólöf Þórhallsdóttir

Michael Donovan-Co-CEO East Range Group, Harvard MBA

Mike Donovan

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir-Ex Oliver Wyman

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir

Kolbrún Eydís Ottósdóttir-Co-founder, Ch.Compliance officer Nox

Kolbrún Eydís Ottósdóttir

Jón Diðrik Jónsson-CEO Sena

Jón Diðrik Jónsson

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir-VP Sales & BD Europe, Keystroke

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Johann Gudbjargarson-Stofnandi PLAIO

Jóhann Guðbjargarson

Hulda Hallgrímsdóttir-CEO Nox, COO Sýn, Ex. VP Global Quality & Regulatory Össur

Hulda Hallgrímsdóttir

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir-Markaðsstjóri Indó, ex markaðsstj. Krónunnar

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir

Eyrún Jónsdóttir-Frstm leikjaútgáfu hjá CCP

Eyrún Jónsdóttir

Guðjón Vilhjálmsson-Head of Software Laki Power_ Board member Helix

Guðjón Vilhjálmsson

Erla Gunnhildardóttir-Forstöðumaður hagdeildar CCP og Supercell

Erla Gunnhildardóttir

Elfa Ólafsdóttir-Markaðsstjóri Helix Health

Elfa Ólafsdóttir

Edda Blumenstein-Prof. of Retail Studies, Bifröst

Edda Blumenstein

Dóra Hlín Gísladóttir-VP Prod & Registr. Kerecis, ex gæðamál, sölumál

Dóra Hlín Gísladóttir

Davíð Símonarson-Stofnandi Smitten og slatta af öðrum sprotum

Davíð Símonarson

Bjorn Orvar-Stofnandi og rannsóknarstjóri Orf líftækni

Björn Lárus Örvar

Algengar spurningar

Hvað þarf að fylgja umsókn?

Umsókn þarf að fylgja glærukynning (e. Pitch Deck) sem lýsir vandamálinu, lausninni, markhópnum, teyminu, tekjumódeli og næstu skrefum. 

Hvenær fer hraðallinn fram og hvað tekur hann fyrir?

Hraðallinn stendur yfir frá 27. október til 26. nóvember 2025. Hver vika hefur skýra áherslu: Fyrsta vikan snýst um viðskiptaáætlanir og yfirlit yfir heilbrigðiskerfið. Önnur vikan fjallar um hugverk og reglugerðarkröfur. Þriðja vikan er tileinkuð markaðssetningu og fjármögnun. Í fjórðu viku er lögð áhersla á söluferli og fjárfestakynningar. Í fimmtu og síðustu vikunni fer fram framkomuþjálfun sem lýkur með fjárfestadegi þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og lykilaðilum. Meðal fyrirlestra og vinnustofa í hraðlinum eru þarfagreining, „product profile” vinnustofa, stjórnarhættir og hluthafasamkomulag, styrkja- og fjármögnunarmöguleikar, hraðstefnumót með fjárfestum, vörumerkjasmíð og mörkun, áreiðanleikakannanir, samningagerð og sala heilsutæknilausna bæði til einkaaðila og opinberra aðila.

Hvað fæ ég út úrþátttökunni?

Þátttakendur fá aðgang að KLAK VMS mentoraþjónustunni sem byggir á MIT VMS módelinu. Þeir fá leiðsögn og ráðgjöf frá sérfræðingum, taka þátt í vinnustofum með lykilaðilum, fá skrifstofuaðstöðu í Grósku í fimm vikur og þjálfun í framkomu og sölukynningum. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta fjárfesta, samstarfsaðila og fulltrúa úr heilbrigðisgeiranum, auk þess sem þeir njóta aukins sýnileika í fjölmiðlum og kynna verkefnin sín á lokadegi hraðalsins.

is_ISÍslenska

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.