
Hringiða hefur það markmið að efla og styðja við græn nýsköpunarverkefni.
Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir. Hlutverk Hringiðu+ er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi.
Markmið hraðalsins er jafnframt að þátttakendur verði í lokin í stakk búin að sækja um græna styrki bæði hérlendis og erlendis.
Umsóknarfrestur í Hringiðu rann út 13. febrúar.
Fyrirkomulag
Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á hraðlinum stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa verkefni sín áfram sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði grænna lausna og annarra sérfræðinga og stjórnenda, þeim að kostnaðarlausu.
Hringiða+ er sex vikna viðskiptahraðall sem skiptist upp í sex tveggja til þriggja daga lotur. Tekið verður tveggja vikna hlé um páskana.
Fyrirkomulag
Hringiða hefst 17. mars 2025 og stendur yfir í átta vikur. Frí verður tekið yfir páskahátiðina.
Vika 1
17.-19. mars - Evrópustyrkir og teymisvinna

Í fyrstu viku hraðalsins kynnast þátttakendur og mynda tengsl sín á milli. Fyrirlestrar um LEAN canvas og Jobs To Be Done. Kynning og upphafsfyrirlestur frá Richard Engström um Impact Business Modeling System.
Vika 2
24.-26. mars - Styrkir og sjálfbærni

Vinnustofa og fyrirlestrar um styrki og styrkjaumhverfi á Íslandi og erlendis.
Sjálfbærnifyrirlestur og vinnustofa.
Hringiðuhádegi – viðburður
Fyrstu mentorafundirnir fara fram.
Vika 3
31. mars -2. apríl - Áhrif og ávinningur

Vinnustofa um hluthafasamkomulag og fyrirlestur um hugverkarétt. Græn markaðssetning og sölumál.
Tengslamyndun með fjárfestum og hagaðilum.
Vika 4
7.-9. apríl - Verkefnastjórnun og afurðir

Vinnustofa um aðgerðaáætlun og fjárfestingar.
Vinnustofa um mannauðsmál og vinnustaðamenning.
Framkomuþjálfun og undirbúningur fyrir kynningar.
Prosecco and Pitch viðburður.
Vika 5
14.-16. apríl - Páskafrí
Frívika
Vika 6
21.-23. apríl - Páskafrí
Frívika
Vika 7
28.-30. apríl - Sjálfbærni og fjárfestingar

Vinnustofur og fyrirlestrar um sjálfbærni og fjármál.
Shark Tank.
Vika 8
5.-7. maí - Framkomuþjálfun og fjárfestakynningar

Undirbúningur og framkomuþjálfun fyrir lokadag Hringiðu sem fer fram 7. maí.
Mentorar
Þungamiðja Hringiðu+ felst í skipulögðum fundum með sérfræðingum úr hópi mentora frá KLAK VMS. Framfarir þátttakenda undir handleiðslu mentoranna skila sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta.
Starfsfólk
Þátttakendur 2024
Alls hafa 30 sprotafyrirtæki tekið þátt í Hringiðu á árunum 2021-2024. Nánari upplýsingar um teymin er að finna hér.

Arctic Fibers
Arctic Fibers er að umbreyta lúpínu á Íslandi í aðgengileg efni fyrir byggingariðnað, textíl og fleira. Með því að koma á fót lítilli plöntutrefja-verksmiðju komum við hráefnum landbúnaðarins aftur í verk á sjálfbæran hátt. Markmið okkar eru að efla endurnýjanlega landbúnaðarhætti, styðja við endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og stuðla að hringrásarhagkerfi hér á Íslandi.

Circula
Circula endurvinnur samsettar pappaumbúðir svo sem Tetra Pak og framleiðir úr þeim grænar byggingaplötur með 80-90% minna kolefnisspor en aðrar byggingaplötur. 100% endurvinnsla úrgangsstrauma hér á landi þar sem afurðin er grænt byggingarefni sem nær markmiðum byggingariðnaðarins um 55% minna kolefnisspor fyrir 2030 og gott betur.

Markmið okkar er að bjóða umhverfisvænu Ekkó toghlera okkar sem spara að meðaltali um 7,5% olíu á veiðum sem sparar fljótt verðgildi hleranna. Auk þess sem Ekkó toghlerarnir svífa yfir botninum og vernda lífríkið við botninn.

Flöff - textílvinnslan
Flöff ætlar að koma á fót fyrstu textíl endurvinnslustöðinni á Íslandi, þar sem ónothæfur textíll er brotinn niður og úr honum sköpuð ný verðmæti. Textíl úrgangur er gríðarlega stórt vandamál í heiminum og með þessari starfsemi myndar Flöff mikilvægan hlekk í hringrásarhagkerfi Íslands.

Í djúpum
Í dag er miklu af hrossataði á Íslandi fargað, með miklum tilkostnaði fyrir eigendur hesta, án þess að taðið nýtist.

Reklotek
Reklotek býður upp á hugbúnaðarlausn fyrir greiningu á textílvörum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Reklotek auðveldar flokkunina með notkun gervigreindar, og flýtir fyrir ferlinu að sortera flíkur svo þær komist á viðeigandi stað.

RÓ
RÓ rannsakar og hannar vitsvæna nytjahluti með áherslu á vellíðan og rósemi, byggða á staðbundnum hráefnum. Við kynnum hér með RÓSEMI Legubekk, Flóru Hugleiðslu púða og RÓ Ullardýnu, unna úr ull, viði og jurtalitum.

SeaGrowth
SeaGrowth ætlar að framleiða vistræktaðan fiskmassa úr fiskfrumum fyrir matvælaframleiðslu. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski, frumurnar einangraðar og ræktaðar upp í þartilgerðum ræktunartönkum. Fiskmassinn sem verður til, verður seldur til matvinnslufyrirtækja sem vinna úr hrávörunni fiskrétti tilbúna fyrir neytendur.

Visttorg
Visttorg safnar sjálfbærniupplýsingum fyrir byggingarvörur og setur þær á aðgengilegt stafrænt form til að einfalda skilning hönnuða á hvernig val á byggingarefnum hefur áhrif á vistvæni byggingarinnar.
Mentorar
KLAK VMS – Mentoraþjónusta KLAK er einn mikilvægasti þáttur í stuðningskerfi sprotasamfélagsins og er því hluti af Hringiðu.
Mentora fyrirkomulag Hringiðu byggir á hugmyndafræði MIT Venture Mentoring Service, sem hafa þróað fyrirkomulag í yfir tvo áratugi. Þátttakendur í Hringiðu munu funda með tveimur til fimm mismunandi mentorum í einu á meðan viðskiptahraðlinum stendur.

mennta- og barnamálaráðuneytið
Arnór Guðmundsson

vertu
Ágúst Freyr Takács Ingason

stratagem
Ása Karin Hólm

svartitindur
Bárður Örn Gunnarsson

e4
Daddi Guðbergsson

Dagný Halldórsdóttir

míla
Erik Figueras Torras

stofnandi meniga
Georg Lúðvíksson

faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason

lagerinn iceland
Halldór Sigurjónsson

háskólinn á bifröst
Haraldur Daði Ragnarsson

Kirstín Flygenring

háskóli íslands
Kristín Vala Ragnarsdóttir

instrúment
Kristján Schram

kvika eingastýring
Pétur Richter

orkuklasinn
Rósbjörg Jónsdóttir

Controlant
Sævar Garðarsson

Háskóli íslands
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch

landspítali
Sigurður Þórarinsson

Bravoearth
Vilborg Einarsdóttir
Stýrihópur
Fulltrúar bakhjarla mynda stýrihóp verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins tekur meðal annars þátt í yfirferð umsókna og vali á þeim viðskiptahugmyndum sem býðst þátttaka í hraðlinum.

Reykjavíkurborg
Hulda Hallgrímsdóttir

Hugverkastofa
Eiríkur Sigurðsson

samtök iðnaðarins
Erla Tinna Stefánsdóttir

Tæknisetur
Guðbjörg Óskarsdóttir

Orkuveitan
Arna Pálsdóttir

ORkuveitan
Birna Bragadóttir

UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ
Kjartan Ingvarsson

Breið
Valdís Fjölnisdóttir

Sjávarklasinn
Þór Sigfússon

Terra
Gróa Björg Baldvinsdóttir

HRINGRÁSARKLASINN
Þorbjörg Sandra Bakke

faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason

Evris
Anna Margrét Guðjónsdóttir

Grænvangur
Nótt Thorberg

Rannís
Björg María Oddsdóttir

Orkuklasinn
Rósbjörg Jónsdóttir
Bakhjarlar

Samstarfsaðilar
