
Hringiða hefur það markmið að efla og styðja við græn nýsköpunarverkefni.
Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir. Hlutverk Hringiðu+ er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi.
Markmið hraðalsins er jafnframt að þátttakendur verði í lokin í stakk búin að sækja um græna styrki bæði hérlendis og erlendis.
Umsóknarfrestur í Hringiðu rann út 13. febrúar.
Fyrirkomulag
Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á hraðlinum stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa verkefni sín áfram sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði grænna lausna og annarra sérfræðinga og stjórnenda, þeim að kostnaðarlausu.
Hringiða+ er sex vikna viðskiptahraðall sem skiptist upp í sex tveggja til þriggja daga lotur. Tekið verður tveggja vikna hlé um páskana.
Fyrirkomulag
Hringiða hefst 17. mars 2025 og stendur yfir í átta vikur. Frí verður tekið yfir páskahátiðina.
Vika 1
17.-19. mars - Evrópustyrkir og teymisvinna

Í fyrstu viku hraðalsins kynnast þátttakendur og mynda tengsl sín á milli. Fyrirlestrar um LEAN canvas og Jobs To Be Done. Kynning og upphafsfyrirlestur frá Richard Engström um Impact Business Modeling System.
Vika 2
24.-26. mars - Styrkir og sjálfbærni

Vinnustofa og fyrirlestrar um styrki og styrkjaumhverfi á Íslandi og erlendis.
Sjálfbærnifyrirlestur og vinnustofa.
Hringiðuhádegi – viðburður
Fyrstu mentorafundirnir fara fram.
Vika 3
31. mars -2. apríl - Áhrif og ávinningur

Vinnustofa um hluthafasamkomulag og fyrirlestur um hugverkarétt. Græn markaðssetning og sölumál.
Tengslamyndun með fjárfestum og hagaðilum.
Vika 4
7.-9. apríl - Verkefnastjórnun og afurðir

Vinnustofa um aðgerðaáætlun og fjárfestingar.
Vinnustofa um mannauðsmál og vinnustaðamenning.
Framkomuþjálfun og undirbúningur fyrir kynningar.
Prosecco and Pitch viðburður.
Vika 5
14.-16. apríl - Páskafrí
Frívika
Vika 6
21.-23. apríl - Páskafrí
Frívika
Vika 7
28.-30. apríl - Sjálfbærni og fjárfestingar

Vinnustofur og fyrirlestrar um sjálfbærni og fjármál.
Shark Tank.
Vika 8
5.-7. maí - Framkomuþjálfun og fjárfestakynningar

Undirbúningur og framkomuþjálfun fyrir lokadag Hringiðu sem fer fram 7. maí.
Mentorar
Þungamiðja Hringiðu+ felst í skipulögðum fundum með sérfræðingum úr hópi mentora frá KLAK VMS. Framfarir þátttakenda undir handleiðslu mentoranna skila sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta.
Starfsfólk
Þátttakendur 2025
Alls hafa 37 sprotafyrirtæki tekið þátt í Hringiðu á árunum 2021-2025. Nánari upplýsingar um teymin er að finna hér.

Hringiða
2025
Timber Recycling
TRE endurvinnur timburúrgang og umbreytir honum í hágæða timbureiningar fyrir byggingariðnaðinn. Með því að nýta timbureiningar unnar úr úrgangstimbri í stað nýrra viðarefna stuðlar TRE að minni sóun, lægra kolefnisspori og sjálfbærari byggingarlausnum.

Hringiða
2025
Þarahrat
Þarahrat vinnur að þróun sjálfbærra byggingarefna úr lífrænum iðnaðarúrgangi frá smáþörungaframleiðslu. Með því að nýta þessar auðlindir í stað mengandi efna lokar verkefnið hringrás staðbundins iðnaðar og skapar verðmæti úr úrgangi. Þessi nýju efni eru vistvæn, kolefnislág og hafa fjölbreytta notkunarmöguleika í byggingariðnaði.

Hringiða
2025
Svepparíkið
Svepparíkið er nýsköpunarfyrirtæki sem umbreytir lífrænum úrgangi í hágæða sælkerasveppi. Með snjallstýrðu ræktunarkerfi sem hámarkar auðlindanýtingu og lágmarkar sóun, nýtir Svepparíkið hliðarafurðir matvælaiðnaðarins til að skapa sjálfbæra og stöðuga sælkerasveppaframleiðslu. Þetta hringrásarkerfi tryggir að ekkert fari til spillis og skilar næringarríkum afurðum á markað.

Hringiða
2025
Optitog ehf.
Optitog þróar og leigir út sérhæfðan búnað sem eykur aflameðhöndlun í togurum og gerir veiðar skilvirkari. Með hátæknilausnum sem standast kröfur um harðneskjulegt umhverfi sjávarútvegsins hjálpar Optitog við að hámarka aflann, draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstrarhagkvæmni útgerða um allan heim.

Hringiða
2025
Loki Foods
Loki Foods leggur áherslu á hrein hráefni, endurnýjanlega orku og næringu til að þróa bragðgóð plöntumiðuð matvæli. Með sjálfbærni að leiðarljósi býður Loki Foods upp á nýja valkosti fyrir neytendur og stuðlar að þróun framtíðarinnar í matvælaframleiðslu.

Hringiða
2025
HuddleHop
HuddleHop er snjöll lausn fyrir samnýtingu bílferða á Íslandi sem dregur úr ferðakostnaði og kolefnisspori. Með því að tengja farþega og ökumenn í gegnum notendavænan vef- og snjallforrit skapar HuddleHop hagkvæmari og umhverfisvænni samgöngumáta fyrir alla.

Hringiða
2025
Haf-Afl
Haf-Afl vinnur að nýtingu ölduorku við Íslandsstrendur til að skapa stöðuga og sjálfbæra orkulind fyrir framtíðina. Með fyrstu ölduorkugarðinum við Vestmannaeyjar stefna þau að því að bæta orkuöryggi og styðja við græn orkuskipti á Íslandi. Þetta er nýr áfangi í þróun sjávarorku hérlendis.
Mentorar
KLAK VMS – Mentoraþjónusta KLAK er einn mikilvægasti þáttur í stuðningskerfi sprotasamfélagsins og er því hluti af Hringiðu.
Mentora fyrirkomulag Hringiðu byggir á hugmyndafræði MIT Venture Mentoring Service, sem hafa þróað fyrirkomulag í yfir tvo áratugi. Þátttakendur í Hringiðu munu funda með tveimur til fimm mismunandi mentorum í einu á meðan viðskiptahraðlinum stendur.

mennta- og barnamálaráðuneytið
Arnór Guðmundsson

vertu
Ágúst Freyr Takács Ingason

stratagem
Ása Karin Hólm

svartitindur
Bárður Örn Gunnarsson

e4
Daddi Guðbergsson

Dagný Halldórsdóttir

míla
Erik Figueras Torras

stofnandi meniga
Georg Lúðvíksson

faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason

lagerinn iceland
Halldór Sigurjónsson

háskólinn á bifröst
Haraldur Daði Ragnarsson

Kirstín Flygenring

háskóli íslands
Kristín Vala Ragnarsdóttir

instrúment
Kristján Schram

kvika eingastýring
Pétur Richter

orkuklasinn
Rósbjörg Jónsdóttir

Controlant
Sævar Garðarsson

Háskóli íslands
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch

landspítali
Sigurður Þórarinsson

Bravoearth
Vilborg Einarsdóttir
Stýrihópur
Fulltrúar bakhjarla mynda stýrihóp verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins tekur meðal annars þátt í yfirferð umsókna og vali á þeim viðskiptahugmyndum sem býðst þátttaka í hraðlinum.

Reykjavíkurborg
Hulda Hallgrímsdóttir

Hugverkastofa
Eiríkur Sigurðsson

samtök iðnaðarins
Erla Tinna Stefánsdóttir

Tæknisetur
Guðbjörg Óskarsdóttir

Orkuveitan
Arna Pálsdóttir

ORkuveitan
Birna Bragadóttir

UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ
Kjartan Ingvarsson

Breið
Valdís Fjölnisdóttir

Sjávarklasinn
Þór Sigfússon

Terra
Gróa Björg Baldvinsdóttir

HRINGRÁSARKLASINN
Þorbjörg Sandra Bakke

faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason

Evris
Anna Margrét Guðjónsdóttir

Grænvangur
Nótt Thorberg

Rannís
Björg María Oddsdóttir

Orkuklasinn
Rósbjörg Jónsdóttir
Bakhjarlar

Samstarfsaðilar
