Hringiða hefur það markmið að efla og styðja við græn nýsköpunarverkefni.
Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir. Hlutverk Hringiðu+ er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi.
Markmið hraðalsins er jafnframt að þátttakendur verði í lokin í stakk búin að sækja um græna styrki bæði hérlendis og erlendis.
Umsóknarfrestur í Hringiðu er til og með 9. febrúar 2025.
Þátttakendur 2024
Alls hafa 30 sprotafyrirtæki tekið þátt í Hringiðu á árunum 2021-2024. Nánari upplýsingar um teymin er að finna hér.
Arctic Fibers
Arctic Fibers er að umbreyta lúpínu á Íslandi í aðgengileg efni fyrir byggingariðnað, textíl og fleira. Með því að koma á fót lítilli plöntutrefja-verksmiðju komum við hráefnum landbúnaðarins aftur í verk á sjálfbæran hátt. Markmið okkar eru að efla endurnýjanlega landbúnaðarhætti, styðja við endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og stuðla að hringrásarhagkerfi hér á Íslandi.
Circula
Circula endurvinnur samsettar pappaumbúðir svo sem Tetra Pak og framleiðir úr þeim grænar byggingaplötur með 80-90% minna kolefnisspor en aðrar byggingaplötur. 100% endurvinnsla úrgangsstrauma hér á landi þar sem afurðin er grænt byggingarefni sem nær markmiðum byggingariðnaðarins um 55% minna kolefnisspor fyrir 2030 og gott betur.
Markmið okkar er að bjóða umhverfisvænu Ekkó toghlera okkar sem spara að meðaltali um 7,5% olíu á veiðum sem sparar fljótt verðgildi hleranna. Auk þess sem Ekkó toghlerarnir svífa yfir botninum og vernda lífríkið við botninn.
Flöff - textílvinnslan
Flöff ætlar að koma á fót fyrstu textíl endurvinnslustöðinni á Íslandi, þar sem ónothæfur textíll er brotinn niður og úr honum sköpuð ný verðmæti. Textíl úrgangur er gríðarlega stórt vandamál í heiminum og með þessari starfsemi myndar Flöff mikilvægan hlekk í hringrásarhagkerfi Íslands.
Í djúpum
Í dag er miklu af hrossataði á Íslandi fargað, með miklum tilkostnaði fyrir eigendur hesta, án þess að taðið nýtist.
Reklotek
Reklotek býður upp á hugbúnaðarlausn fyrir greiningu á textílvörum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Reklotek auðveldar flokkunina með notkun gervigreindar, og flýtir fyrir ferlinu að sortera flíkur svo þær komist á viðeigandi stað.
RÓ
RÓ rannsakar og hannar vitsvæna nytjahluti með áherslu á vellíðan og rósemi, byggða á staðbundnum hráefnum. Við kynnum hér með RÓSEMI Legubekk, Flóru Hugleiðslu púða og RÓ Ullardýnu, unna úr ull, viði og jurtalitum.
SeaGrowth
SeaGrowth ætlar að framleiða vistræktaðan fiskmassa úr fiskfrumum fyrir matvælaframleiðslu. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski, frumurnar einangraðar og ræktaðar upp í þartilgerðum ræktunartönkum. Fiskmassinn sem verður til, verður seldur til matvinnslufyrirtækja sem vinna úr hrávörunni fiskrétti tilbúna fyrir neytendur.
Visttorg
Visttorg safnar sjálfbærniupplýsingum fyrir byggingarvörur og setur þær á aðgengilegt stafrænt form til að einfalda skilning hönnuða á hvernig val á byggingarefnum hefur áhrif á vistvæni byggingarinnar.
Fyrirkomulag
Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á hraðlinum stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa verkefni sín áfram sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði grænna lausna og annarra sérfræðinga og stjórnenda, þeim að kostnaðarlausu.
Hringiða+ er sex vikna viðskiptahraðall sem skiptist upp í sex tveggja til þriggja daga lotur. Tekið verður tveggja vikna hlé um páskana.
Hraðallinn hefst 17. mars og lýkur með glæsilegum lokadegi þann 7. maí.
Opið er fyrir umsóknir til 9. febrúar.
Fyrirkomulag
Hringiða hefst 11. mars 2024 og stendur yfir í átta vikur og er frí yfir páskahátiðina. Dagskráin fyrir Hringiðu verður birt fljótlega.
Vika 1
14.-15. mars - Evrópustyrkir og teymisvinna
Í fyrstu viku hraðalsins kynnast þátttakendur og mynda tengsl sín á milli. Fyrirlestrar um Evrópustyrki og þátttöku Íslands í LIFE-áætluninni. Vinnustofa í árangursríkri teymisvinnu.
Vika 2
21.-22. mars- Þarfagreining og fjárfestar
Vinnustofa í þarfagreiningu með Magnúsi Inga Óskarssyni. Undirbúningur fyrir samtal við fjárfesta. Heimsókn á Grundartanga.
Vinnustofa í markaðssetningu.
Fyrstu mentorafundirnir fara fram.
Vika 3
28.-29. mars
Hringiðu hádegi – viðburður
Vika 4
3.-7. apríl
Frívika
Vika 5
11.-13. apríl
Vinnustofa í þarfagreiningu. Teymin kynna verkefnin sín fyrir hákörlum (e. shark tank) og fá endurgjöf. Framkomunámskeið með Maríu Ellingsen til að undirbúa þátttakendur fyrir viðburð. Mentorafundir.
Vika 6
18 - 19. apríl Aðgerðaráætlun og sókn á erlenda markaði
18. mánaða aðgerðaáætlun. Vinnustofa í hugverkarétti. Vinnustofa í sókn á erlenda markaði.
Vika 7
25.-26. apríl - Inspiralia
Inspiralia koma til landsins og halda vinnustofu og hitta teymin á ráðgjafafundum.
Vika 8
2.-4. maí - Aðgerðaráætlun og fjárfestakynningar
Rannís vinnustofa í Evrópustyrkjum og framkomuþjálfun fyrir fjárfestadag Hringiðu.
Mentorar
Þungamiðja Hringiðu+ felst í skipulögðum fundum með sérfræðingum úr hópi mentora frá KLAK VMS. Framfarir þátttakenda undir handleiðslu mentoranna skila sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta.
Mentorar
KLAK VMS – Mentoraþjónusta KLAK er einn mikilvægasti þáttur í stuðningskerfi sprotasamfélagsins og er því hluti af Hringiðu.
Mentora fyrirkomulag Hringiðu byggir á hugmyndafræði MIT Venture Mentoring Service, sem hafa þróað fyrirkomulag í yfir tvo áratugi. Þátttakendur í Hringiðu munu funda með tveimur til fimm mismunandi mentorum í einu á meðan viðskiptahraðlinum stendur.
mennta- og barnamálaráðuneytið
Arnór Guðmundsson
vertu
Ágúst Freyr Takács Ingason
stratagem
Ása Karin Hólm
svartitindur
Bárður Örn Gunnarsson
e4
Daddi Guðbergsson
Dagný Halldórsdóttir
míla
Erik Figueras Torras
stofnandi meniga
Georg Lúðvíksson
faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason
lagerinn iceland
Halldór Sigurjónsson
háskólinn á bifröst
Haraldur Daði Ragnarsson
Kirstín Flygenring
háskóli íslands
Kristín Vala Ragnarsdóttir
instrúment
Kristján Schram
kvika eingastýring
Pétur Richter
orkuklasinn
Rósbjörg Jónsdóttir
Controlant
Sævar Garðarsson
Háskóli íslands
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch
landspítali
Sigurður Þórarinsson
Bravoearth
Vilborg Einarsdóttir
Stýrihópur
Fulltrúar bakhjarla mynda stýrihóp verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins tekur meðal annars þátt í yfirferð umsókna og vali á þeim viðskiptahugmyndum sem býðst þátttaka í hraðlinum.