fbpx

Office Hours með HØIBERG

Office hours er viðbótarþjónusta KLAK VMS mentoraþjónustunnar þar sem fyrrum þátttakendur viðskiptahraðla KLAK og Dafna geta bókað 30 mínútna fundi með reyndum sérfræðingum úr hópi mentora eða frá samstarfsaðilum KLAK VMS, sér að kostnaðarlausu. Á fundunum gefst þátttakendum kostur á að fá hagnýt ráð og leiðsögn sem tengist uppbyggingu og rekstri sprotafyrirtækis þeirra. Dæmi um efni eru lagaleg málefni, hugverkaréttur og mannauðsmál.

Þann 16. október n.k. munu sérfræðingar frá HØIBERG bjóða upp á Office Hours fundi í Grósku.

HØIBERG er evrópskt hugverkafyrirtæki sem sérhæfir sig í hugverkarétti og veitir ráðgjöf um alla þætti hugverkaréttinda, þar með talið einkaleyfi og hugverkastefnu. Evrópski einkaleyfalögmaðurinn Kristian Öwre og einkaleyfaráðgjafinn Ronan Mettetal, sérfræðingar í einkaleyfum á rafeindatækni, gervigreind og tölvutengdum uppfinningum, ásamt Marisa Punzi, einkaleyfalögmanni sem sérhæfir sig í einkaleyfum í  lífvísindum munu hitta frumkvöðla og ræða um einkaleyfi fyrir sprotafyrirtæki.