fbpx

Hringiða+ opnar fyrir umsóknir

Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir en hlutverk hraðalsins er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi. Markmið hraðalsins er jafnframt að þátttakendur verði í lokin í stakk búin að sækja um græna styrki bæði hérlendis og erlendis. 

Umsóknarfrestur í Hringiðu+ er til og með 9. febrúar 2025. 

Sérstakur kynningarfundur fyrir Hringiðu+ verður haldinn 22. janúar n.k. frá klukkan 12:00-13:00 í Grósku.

Ísey Dísa, verkefnastjóri Hringiðu+ kynnir þar hraðalinn ásamt því að fyrri þátttakendur í Hringiðu segja frá sinni reynslu af hraðlinum. Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð.

Fyrir hver er Hringiða+

Hringiða+ er sex vikna hraðall fyrir nýsköpunarfyrirtæki með áherslu á grænar lausnir. Hraðallinn veitir tækifæri til að fá ráðgjöf frá sérfræðingum og tengjast hagaðilum þar sem þátttakendur taka þátt í vinnustofum, fá persónulega þjálfun og byggja upp verðmætt tengslanet. Hraðlinum lýkur með kynningardegi þar sem teymin kynna fyrirtækin sín fyrir hagaðilum og fjárfestum. Taktu þátt og flýttu fyrir vexti fyrirtækisins þíns!

is_ISÍslenska