Risa tækifæri fyrir íslensk sprotafyrirtæki: Kynningarfundur um TINC viðskiptahraðalinn
KLAK – Icelandic Startups stendur fyrir kynningarfundi um TINC, 5 vikna viðskiptahraðal sem veitir norrænum sprotafyrirtækjum einstakt tækifæri til að vaxa og sækja á alþjóðamarkaðinn. Fundurinn fer fram þann 5. febrúar kl. 16:00 í Fenjamýri, Grósku.
TINC er þróaður af Innovation Norway og er ætlaður sprotafyrirtækjum sem stefna á hraðan vöxt og alþjóðlega markaði. Þátttakendur fá aðgang að fjárfestum, frumkvöðlum og sérfræðingum í Kísildal, auk þess sem hraðallinn veitir stuðning í sölu- og markaðsmálum og tengir saman sprotafyrirtæki frá Norðurlöndunum.
Á fundinum munu Davíð Stefán, stofnandi uiData, og Jóhann Guðbjargarson, stofnandi PLAIO, deila sinni reynslu af þátttöku í TINC og þeim lærdómi sem þeir hafa dregið af því ferli. Einnig verður farið yfir hvernig hraðallinn virkar, hvaða skilyrði eru fyrir þátttöku og hvaða tækifæri hann býður upp á.
Umsóknarfrestur í TINC er til 15. febrúar 2025. Sprotafyrirtæki sem hafa áhuga á að taka næsta skref í alþjóðlegri vegferð sinni eru hvött til að mæta á kynningarfundinn og kynna sér þetta einstaka úrræði.
Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu er að finna á hér