25 ár af

2000 – 2013

2000

KLAK er stofnað innan Nýherja (nú Origo) til að styðja við nýsköpun á Íslandi.

Fyrsti framkvæmdarstjóri KLAK var Bjarki Brynjarsson

2005

Seed Forum hefur göngu sína árið 2005. CCP, Orf líftækni og Plain Vanilla eru meðal fyrstu fyrirtækja sem kynna hugmyndir sínar í verkefninu.

Yfir 100 sprotafyrirtæki útskrifast úr frumkvöðlanámskeiði Viðskiptasmiðjunnar árin 2009-2013.

Alþjóðlega athafnavikan (International Entrepreneurship Week) sett á fót á Íslandi til að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs.

Nordic Cleantech Open hefst. 

2007 – 2013

2007

Innovit er stofnað af þremur verkfræðinemum við Háskóla Íslands, í samvinnu við HÍ, SI og NSA

2008

Árið 2008 er Gulleggið haldið í fyrsta sinn, en síðan þá hafa yfir 3000 hugmyndir verið sendar inn í keppnina.

Eff2 (nú Videntifier) hreppir Gulleggið árið 2008 og hér til hliðar má sjá teymið taka á móti fyrsta verðlaunagripnum.

Verkefnastjórn Gulleggsins 2008

Startup Weekend er haldið í fyrsta sinn á Íslandi. Alls voru haldnir 12 slíkir viðburðir á árunum 2010 – 2015 með ríflega 500 þátttakendum.

Efstu 25 Cleantech teymin frá Norðurlöndunum kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og mentorum. 

Kristján Freyr Kristjánsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra Innovit árið 2011. 

Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri klak innovit afhendir Ómari Ragnarssyni Athafnateygjuna 2012

2013 – 2016

Fyrsti viðskiptahraðallinn á Íslandi, Startup Reykjavík, er haldinn í fyrsta skipti árið 2012 sem samstarfsverkefni Klak, Innovit og Arion Banka.

Salóme Guðmundsdóttir er ráðin framkvæmdastjóri klak innovit.

Start Nordic komið á fót með það að markmiði að byggja brýr fyrir norræn sprotafyrirtæki yfir til leiðandi tækni- og sprotasvæða í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Árið 2013 sameinast félögin Klak og Innovit og taka upp nafnið klak innovit.

Viðskiptahraðallinn Startup Energy Reykjavík hefur göngu sína árið 2014 og einblínir á orkutengdar viðskiptahugmyndir.

2016 – 2021

2016

Árið 2016 breytir félagið um stefnu og leggur enn meiri áherslu á alþjóðleg tengsl. Í kjölfarið tekur félagið upp nafnið Icelandic Startups og starfar undir þeim merkjum í sex ár.
Tengslin við frumkvöðlaheiminn utan landsteinanna leyndi sér ekki í starfinu en þó var starfið á Íslandi öflugra en nokkru sinni fyrr.

Viðskiptahraðallinn Firestarter – Reykjavík Music Accelerator hefur göngu sína og er ætlað að efla nýsköpun innan tónlistargeirans.

Nordic Scalers er komið á fót og er ætlað að styðja lengra komin fyrirtæki til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum. 

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefndir stúdenta stofnaðar innan HÍ og HR í samstarfi við stúdentafélög beggja skóla. 

Samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans, Til sjávar og sveita kynnt til leiks.

Startup Tourism, viðskiptahraðall á sviði ferðaþjónustu, hefur göngu sína í samstarfi við Íslenska ferðaklasann.

Startup Orkídea keyrð í fyrsta skiptið, en verkefnið var vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgróinna fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.

Nýsköpun stoppar ekki þótt heimsfaraldur ríði yfir heimsbyggðina og var því Gulleggið keyrt alfarið á netinu árið 2020

Startup SuperNova kynnt til leiks árið 2020

Markmið Startup SuperNova er að hraða framgangi sprotafyrirtækja með viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti.

Viðskiptahraðallinn Hringiða lítur dagsins ljós

Kristín Soffía ráðin framkvæmdastjóri Icelandic Startups

2021 – 

Félagið verður aftur KLAK

En nú er það KLAK – Icelandic Startups

Tækniþróunarsjóður í samstarf við KLAK um Dafna

Dafna er samstarfsverkefni Tækniþróunarsjóðs og KLAK og er ætlað styrkþegum sem fá stuðning úr styrktarflokkum Sprota og Vexti í vor- og haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs.

KLAK VMS 

„Frumkvöðla afinn“ Magnús Ingi eða MIO eins og hann er gjarnan kallaður gengur til liðs við KLAK og tekur við sem forstöðumaður KLAK VMS, mentoraþjónstu KLAK – Icelandic Startups.

Hér er Magnús Ingi að taka við viðurkenningu sem mentor ársins í Startup Reykjavík árið 2018

Gulleggið fær yfirhalningu

Gulleggið fær yfirhalningu og tengslin við háskólasamfélagið styrkt svo um munar og keppnin gerð aðgengileg öllum

Nýr verðlaunagripur kynntur

Í gegnum árin hafa verðlaunagripir Gulleggsins verið að ýmsum stærðum og gerðum og er ákveðið í samstarfi við Héðinn hf að útbúa nýjan samræmdan verðlaunagrip

Í tilefni af því er öllum sigurvegurum Gulleggsins í gegnum árin boðið að koma og taka á móti nýja gripnum

Nýr framkvæmdastjóri

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir ráðin til KLAK – Icelandic Startups árið 2023

KLAK | health 

Ný áhersla í heilsutækni kynnt til leiks hjá KLAK – Icelandic Startups.

„Nýsköpunin er lykillinn að því að bæta og efla heilbrigðiskerfið og takast á við stórar áskoranir framundan“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra

KLAK ætlar ekki að sitja á hliðarlínunni þegar að því kemur og tók því þátt í að móta nýja námsbraut með Landspítala og fleiri öflugum aðilum, auk þess að kynna til leiks hugmyndahraðhlaup í heilsutækni og nýjan viðskiptahraðal sem ber nafnið KLAK | health

KLAK á lista Financial Times yfir fremstu stuðningsaðila nýsköpunar í Evrópu!

Á 25 ára afmælisári KLAK – Icelandic Startups var félagið valið í hóp fremstu stuðningsaðila nýsköpunar í Evrópu.

KLAK hefur lengi verið á heimsmælikvarða en það er fyrst nú formlega staðfest með því að Financial Times og Statista velja KLAK á lista yfir „Europe’s Leading Start-up Hubs 2025“

Viðurkenning til okkar allra

Viðurkenningin er afrakstur þess öfluga starfs sem unnið hefur verið síðastliðin 25 ár.

Við fögnum þessum tímamótum í dag og hlökkum til næstu 25 ára

#ÉGERKLAK

is_ISÍslenska