Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins & Landsbankans verður haldið í Landsbankanum helgina 9. – 10. janúar 2026.
Hugmyndahraðhlaupið er lausnamót opið öllum háskólanemum á Íslandi og er kjörið tækifæri til þess að mynda teymi og þróa með því nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis.
Lausnamót er nýsköpunarkeppni þar sem áhugasamt fólk kemur saman og skapar lausnir við raunverulegum vandamálum.
Þeir bakhjarlar Gulleggsins sem taka þátt í Hugmyndahraðhlaupinu eru: ELKO, Háskólinn í Reykjavík, KPMG, JBT Marel og Reykjavíkurborg. Þau munu kynna raunverulegar áskoranir fyrir þátttakendur lausnamótsins að leysa.
Sigurvegarar Hugmyndahraðhlaups Gulleggsins & Landsbankans fá að launum 150.000 kr og tryggt sæti í Topp 10 hópnum í Lokakeppni Gulleggsins! 🚀
Áskoranir bakhjarla eru eftirfarandi:
- frá Háskólanum í Reykjavík: hvernig gerum við stafrænt nám hvetjandi og skemmtilegt þannig fólk klári áfangana sem það skráir sig í?
- frá ELKO: hvernig eflum við langtímasamband við viðskiptavini ELKO?
- frá JBT Marel: hvernig geta minni matvælaframleiðendur nýtt sér sjálfvirknivæðingu og snjallar tæknilausnir?
- frá KPMG: hvernig getum við gert fyrirtækjum kleift að nýta gervigreind svo niðurstöðurnar séu gagnsæjar fyrir notendur?
- frá Reykjavíkurborg: hvernig getum við gert samskipti á milli íbúa og sveitarfélags markviss, svo að fólkið í borginni geti haft áhrif á nærsamfélag sitt?
Aðeins 50 pláss í boði. Fyrstir koma, fyrstir fá!