Hraðallinn stendur yfir frá 27. október til 26. nóvember 2025. Hver vika hefur skýra áherslu: Fyrsta vikan snýst um viðskiptaáætlanir og yfirlit yfir heilbrigðiskerfið. Önnur vikan fjallar um hugverk og reglugerðarkröfur. Þriðja vikan er tileinkuð markaðssetningu og fjármögnun. Í fjórðu viku er lögð áhersla á söluferli og fjárfestakynningar. Í fimmtu og síðustu vikunni fer fram framkomuþjálfun sem lýkur með fjárfestadegi þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og lykilaðilum. Meðal fyrirlestra og vinnustofa í hraðlinum eru þarfagreining, „product profile” vinnustofa, stjórnarhættir og hluthafasamkomulag, styrkja- og fjármögnunarmöguleikar, hraðstefnumót með fjárfestum, vörumerkjasmíð og mörkun, áreiðanleikakannanir, samningagerð og sala heilsutæknilausna bæði til einkaaðila og opinberra aðila.

is_ISÍslenska

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.