Frumkvöðlar og mistök fengu að njóta sín á Klúðurkvöldi Startup SuperNova

Klúðurkvöld Startup SuperNova fór fram í gær þar sem íslenskir frumkvöðlar stigu fram og deildu reynslu sinni af því þegar hlutirnir fóru ekki alveg eins og til stóð, en urðu að dýrmætum lærdómi.

Viðburðurinn var haldinn í Icelandic Innovation Week, en markaði jafnframt opnun umsókna í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova, sem KLAK stendur að í samstarfi við Nova og Huawei. Hraðallinn er ætlaður sprotum með alþjóðlega vaxtarmöguleika sem vilja hraða þróun sinni með stuðningi sérfræðinga, handleiðslu og tengingum inn í nýsköpunarumhverfið.

Frábærir „klúðrarar“

Gestir fengu innsýn í raunverulegar áskoranir og mistök sem spretta úr frumkvöðlastarfi, þegar fjórir áhrifamiklir frumkvöðlar sögðu frá eigin reynslu með einlægni, húmor og hugrekki

Gerður Arinbjarnar, Stofnandi og framkvæmdastjóri Blush

Tryggvi Björn Davíðsson, Meðstofnandi og framkvæmdastjóri Indó

Helga Oddsdóttir, Stofnandi og framkvæmdastjóri Opus Futura

Jóhann Guðbjargarson, Stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO

„Það er mikilvægt að vekja athygli á því að frumkvöðlastarf sé ekki alltaf dans á rósum og eintómir sigrar. Þetta kvöld minnti okkur á að mistök eru órjúfanlegur hluti af ferðalaginu, og oft mikilvægasti lærdómurinn,“
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups.

Við höfum opnað fyrir skráningar í Startup SuperNova - Superclass 2025

is_ISÍslenska