Gulleggið er fyrir öll, óháð aldri, kyni og bakgrunni

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, er fullkominn vettvangur fyrir forvitna frumkvöðla, með eða án viðskiptahugmyndar. Nú boðum við til kynningarviðburðar í Gróðurhúsinu í Grósku miðvikudaginn 20. nóvember kl. 12:00, þar sem við minnum á að Gulleggið er opið öllum, hvort sem þú ert í skóla eða ekki, með mótaða hugmynd eða bara forvitin.

Á viðburðinum kynnum við keppnina, ferlið og tækifærin sem felast í þátttöku. KLAK-teymið verður á staðnum til að taka á móti gestum, fara yfir skráningu og svör við algengum spurningum. Við fáum einnig til okkar góða gesti sem deila reynslu úr frumkvöðlaheiminum – lærdómi, áskorunum og árangri;

Sigríður Tryggvadóttir stofnandi FLÖFF og Valur Þór stofnandi Taktikal segja sína sögu.

Gulleggið hefur verið haldið af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008 og er mikilvægur hluti af íslenska nýsköpunarvistkerfinu. Markmiðið er skýrt: að skapa aðgengilegan og hvetjandi vettvang þar sem fjölbreytt samfélag frumkvöðla fær stuðning og leiðsögn til að taka hugmyndina sína á næsta stig.

Fyrir þau sem komast ekki á staðinn verður viðburðurinn í beinu streymi á Gulleggid.is, svo öll geti tekið þátt sama hvar þau eru.

Staðsetning: Gróðurhúsið, 2. hæð í Grósku, Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Dagsetning: 20. nóvember
Tími: 12:00

Skráning í Gulleggið er hafin á Gulleggid.is. Við hvetjum öll, óháð aldri, kyni og bakgrunni, til að láta sjá sig, taka þátt og spyrja spurninga. Komdu og lærðu meira, deildu hugmynd og kynnstu fólki sem vill hjálpa þér að komast lengra.

is_ISÍslenska

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.