Hringiða mun bjóða öllum áhugasömum um hraðalinn í morgunkaffi í húsakynnum KLAK – Icelandic Startups í Mýrinni í Grósku þriðjudaginn 29. mars kl. 9 – 10 þar sem farið verður yfir fyrirkomulag hraðalsins og ítarlega um dagskránna en sérstaklega ávinning þess að taka þátt. Við hvetjum öll að mæta sem hafa áhuga á hringrásarhagkerfið.
Fulltrúar Hringiðu munu sitja fyrir svörum og svara spurningum frá áhugasömum um hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.
KLAK – Icelandic Startups hvetur sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnanna sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl.
Tekið er á móti umsóknum hér á vefsíðu Hringiðu: www.hringida.is