fbpx

Hringiða og Startup SuperNova tilnefnd á Nordic Startups Awards

Viðskiptahraðlanir Hringiða og Startup SuperNova í umsjá KLAK – Icelandic Startups hafa fengið tilnefningu á Nordic Startups Awards 2023 sem “Besti hraðall”. Það er mikill heiður að fá þessar tilnefningar en hægt er að kjósa á vefsíðu Nordic Startups Awards og hvetjum öll að kjósa.

Nordic Startups Awards verður haldin í Hörpu 24. maí á Innovation Week 2023 sem haldin er árlega um alla Reykjavík þar sem sprotar koma saman, bera saman bækur og deila reynslu sinni á nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Lestu þér til um prógrammið.

Verðlaunaafhendingin er ein af stærri viðburðum á sprotasenunni á Íslandi en frumkvöðlar, fjárfestar, verkefnastjórar og annað áhugasamt um nýsköpunarumhverfið koma saman til að fagna. Nordic Startups Awards er hluti af Global Startup Awards sem er stærsta óháða vistkerfiskeppni sprotafyrirtækja með það markmið að finna, viðurkenna og tengja saman framtíðarmótendur stafrænnar aldar alls staðar að úr heiminum. 

SMELLTU Á LÓGÓIN TIL AÐ KJÓSA

 

is_ISIcelandic