Hringiða+ teymin fara af stað með IBMS og undirbúa sig fyrir Hringiðu hádegi

Teymi Hringiðu+ tóku nýverið þátt í fyrstu vinnustofunni í Impact Business Modelling System (IBMS) prógramminu sem haldið er í samstarfi við sænska frumkvöðulinn og sérfræðinginn Richard Georg Engström. Vinnustofan markar upphafið á vegferð þar sem teymin fá að kynnast aðferðum til að mæla og gera áhrif sín sýnileg – frá hugmynd til rekstrar.

IBMS aðferðafræðin hefur það að markmiði að aðstoða fyrirtæki með hringrásarlausnir við að:

  • Skilgreina og mæla áhrif
  •  Hanna rekstrarlíkan byggt á jákvæðum áhrifum
  •  Búa til hringrásarlíkan sem spannar lífsferil vöru eða þjónustu

Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir sprotateymin í Hringiðu+, sem fá með þessu aðgengi að einstöku verkfæri og þekkingu sem hjálpar þeim að sýna fram á raunveruleg áhrif – sem nýtist jafnt við stefnumótun, fjármögnun og samskipti við hagaðila.

IBMS er í senn aðferðafræði og verkfæri sem gerir frumkvöðlum kleift að skilgreina og reikna út jákvæðu áhrif lausna sinna á nákvæman og auðskiljanlegan hátt. Þetta skýra yfirlit um áhrif er sérstaklega dýrmætt fyrir fjárfesta, sjóði og styrkveitendur sem leggja sífellt meiri áherslu á mælanlega samfélagsábyrgð.

Vinnustofunni lauk svo með kynningum teymanna fyrir stýrihóp Hringiðu, þar sem þau fengu tækifæri til að æfa sig og fá dýrmæt viðbrögð fyrir næsta áfanga í ferðalaginu – Hringiðuhádegi sem fer fram miðvikudaginn 26. mars kl. 12:00 í Kaffi Flóru í Grasagarðinum.

26 mars - 2025 12:00

Kaffi Flóra Garden Bistro

Á Hringiðuhádegi fá gestir innsýn í nýjustu verkefnin innan Hringiðu+ þar sem teymin kynna hugmyndir sínar í örformi. Hringiða er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir, með áherslu á sjálfbærni, nýtingu auðlinda og hringrásarhagkerfið.

Boðið verður upp á hádegismat og fullt af innblæstri frá frumkvöðlum framtíðarinnar 💡🌱

Teymin í Hringiðu+ 2025

Hringiða

2025

Timber Recycling

TRE endurvinnur timburúrgang og umbreytir honum í hágæða timbureiningar fyrir byggingariðnaðinn. Með því að nýta timbureiningar unnar úr úrgangstimbri í stað nýrra viðarefna stuðlar TRE að minni sóun, lægra kolefnisspori og sjálfbærari byggingarlausnum.

Hringiða

2025

Þarahrat

Þarahrat vinnur að þróun sjálfbærra byggingarefna úr lífrænum iðnaðarúrgangi frá smáþörungaframleiðslu. Með því að nýta þessar auðlindir í stað mengandi efna lokar verkefnið hringrás staðbundins iðnaðar og skapar verðmæti úr úrgangi. Þessi nýju efni eru vistvæn, kolefnislág og hafa fjölbreytta notkunarmöguleika í byggingariðnaði.

Hringiða

2025

Svepparíkið

Svepparíkið er nýsköpunarfyrirtæki sem umbreytir lífrænum úrgangi í hágæða sælkerasveppi. Með snjallstýrðu ræktunarkerfi sem hámarkar auðlindanýtingu og lágmarkar sóun, nýtir Svepparíkið hliðarafurðir matvælaiðnaðarins til að skapa sjálfbæra og stöðuga sælkerasveppaframleiðslu. Þetta hringrásarkerfi tryggir að ekkert fari til spillis og skilar næringarríkum afurðum á markað.

Hringiða

2025

Optitog ehf.

Optitog þróar og leigir út sérhæfðan búnað sem eykur aflameðhöndlun í togurum og gerir veiðar skilvirkari. Með hátæknilausnum sem standast kröfur um harðneskjulegt umhverfi sjávarútvegsins hjálpar Optitog við að hámarka aflann, draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstrarhagkvæmni útgerða um allan heim.

Hringiða

2025

Loki Foods

Loki Foods leggur áherslu á hrein hráefni, endurnýjanlega orku og næringu til að þróa bragðgóð plöntumiðuð matvæli. Með sjálfbærni að leiðarljósi býður Loki Foods upp á nýja valkosti fyrir neytendur og stuðlar að þróun framtíðarinnar í matvælaframleiðslu.

Hringiða

2025

HuddleHop

HuddleHop er snjöll lausn fyrir samnýtingu bílferða á Íslandi sem dregur úr ferðakostnaði og kolefnisspori. Með því að tengja farþega og ökumenn í gegnum notendavænan vef- og snjallforrit skapar HuddleHop hagkvæmari og umhverfisvænni samgöngumáta fyrir alla.

Hringiða

2025

Haf-Afl

Haf-Afl vinnur að nýtingu ölduorku við Íslandsstrendur til að skapa stöðuga og sjálfbæra orkulind fyrir framtíðina. Með fyrstu ölduorkugarðinum við Vestmannaeyjar stefna þau að því að bæta orkuöryggi og styðja við græn orkuskipti á Íslandi. Þetta er nýr áfangi í þróun sjávarorku hérlendis.

is_ISÍslenska