
Miðvikudaginn 26. mars fór Hringiðuhádegi fram í hlýlegu umhverfi Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal þar sem gestir fengu tækifæri til að kynnast framtíðarsýn grænna sprota á meðan þeir gæddu sér á ljúffengum hádegisverði. 🌿
Á viðburðinum kynntu teymin í Hringiðu+ 2025 verkefnin sín með örkynningum og vöktu athygli með lausnum sem stuðla að sjálfbærni, umhverfisvernd og hringrásarhugsun.
Hringiða er viðskiptahraðall sem styður við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að grænum lausnum, og samanstendur af fjölbreyttum teymum sem nálgast loftslags- og umhverfisáskoranir með skapandi og tæknivæddum hætti.
Við erum ótrúlega stolt af því að fylgja þessum öflugu teymum eftir í Hringiðu+ og hlökkum til að sjá hvernig þau vaxa og þróast áfram! 🚀
👇 Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum – takk fyrir komuna öll sem mættu! 💚
