
Krubbur er tveggja daga hugmyndasmiðja sem haldin verður
í Hraðinu á Húsavík dagana 8. – 9. mars.
Lögð verður áhersla á lausnir sem tengjast nýtingu hráefnis sem fellur til á Húsavík
og munu fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum.
Það kostar ekkert að taka þátt
Fyrirlesarar munu fræða okkur og ykkur um aðferðir sem nýtast við þróun
og framsetningu nýsköpunarhugmynda.
Veitt eru vegleg verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar!