Hugmyndahraðhlaup í heilsutækni kynnt til leiks

Heilbrigðistækni er á fleygiferð og skapar ótal tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir alla. Nú kallar KLAK – Icelandic Startups, ásamt góðum vinum á hugvitsfólk, frumkvöðla og sérfræðinga til að taka þátt í hugmyndahraðhlaupi í heilsutækni – þar sem lausnir framtíðarinnar verða mótaðar! 🚀

Á aðeins tveimur dögum munu þátttakendur vinna í teymum að því að finna nýjar lausnir á áskorunum sem tengjast heilbrigðiskerfinu. Þeir fá leiðsögn frá sérfræðingum, kynnast nýjustu aðferðum í nýsköpun og fá einstakt tækifæri til að þróa hugmyndir sínar áfram. Hugmyndahraðhlaupið er ekki aðeins frábær vettvangur fyrir skapandi lausnir heldur einnig dýrmætt tækifæri til að tengjast lykilaðilum í heilsutækni og nýsköpun.

Af hverju að taka þátt?

✅ Kynntu þér raunverulegar áskoranir í heilbrigðiskerfinu og komdu með nýjar lausnir 🔍

✅ Fáðu aðstoð frá leiðandi sérfræðingum og nýsköpunarsamfélaginu 🤝

✅ Unnið er í teymum að þróun hugmynda með hagnýtum aðferðum 💡

ATH að nauðsynlegt er að skrá sig hér
Takmarkaður sætafjöldi, fyrstur kemur fyrstur fær 🚀 

Hvenær og hvar?📅

Hugmyndahraðhlaupið fer fram dagana 7.–8. mars 2025 í Grósku Hugmyndahúsi

💡 Ertu með hugmynd sem gæti haft áhrif á framtíð heilbrigðisþjónustu? Nú er tækifærið til að gera hana að veruleika! Skráning er opin – tryggðu þér sæti og vertu hluti af þessari spennandi vegferð.

 

 

Þetta verkefni er samstarfsverkefni Landspítalans, Stafræns Íslands, KLAK – Icelandic Startups og Heilbrigðisráðuneytisins, sem sameina krafta sína til að stuðla að nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. 🚀

 


Skrá mig hér

is_ISÍslenska