KLAK – Icelandic Startups hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu styrkja teymið og efla stuðninginn við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi enn frekar. Jóhanna Soffía Sigurðardóttir og Atli Björgvins koma með breiðan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem mun gagnast í áframhaldandi uppbyggingu KLAK.
Sterkt teymi styrkist enn frekar
Jóhanna Soffía Sigurðardóttir er með mikla reynslu í fjármálum og verkefnastjórnun oghefur unnið við stefnumótun, þróun og tengslamyndun innan fyrirtækja og stofnana. Hún hefur einnig reynslu af ráðgjöf og kennslu, auk þess að hafa gegnt lykilhlutverki í ýmsum þróunarverkefnum á íslenskum vinnumarkaði. Atli Björgvins hefur áralanga reynslu af markaðs- og frumkvöðlastarfi, auk þess að hafa sinnt kennslu í nýsköpun og markaðsfræðum við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Hann hefur komið að fjölbreyttum verkefnum innan sprotafyrirtækja og hefur unnið sem ráðgjafi í markaðssetningu fyrir bæði innlend og alþjóðleg fyrirtæki. Með Jóhönnu og Atla um borð mun KLAK styrkja stöðu sína enn betur og veita enn betri stuðning til þeirra sprota sem það þjónar.
Ráðning þessara tveggja kraftmiklu aðila undirstrikar vegferð KLAK – Icelandic Startups í að veita frumkvöðlum á Íslandi framúrskarandi stuðning og stuðla að aukinni nýsköpun.
„Það er mikill fengur að fá Jóhönnu og Atla í teymið okkar. Þau koma bæði með einstaka þekkingu, reynslu og sýn sem mun styðja við markmið okkar um að skapa öflugt stuðningsumhverfi fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki,“
segir Ásta Sóllilja framkvæmdastjóri KLAK.