fbpx

KLAK sótti ráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn

KLAK – Icelandic Startups sótti TechBBQ, ein af vinsælustu nýsköpunar- og tækniráðstefnum á Norðurlöndunum á dögunum, sem fram fór í Kaupmannahöfn en yfir 40 íslensk sprotafyrirtæki og sjóðir tóku þátt í ráðstefnunni.

TechBBQ laðar að sér tækniáhugafólk, sprotafyrirtæki og frumkvöðla sem vilja styrkja tengslanetið sitt, funda með fjárfestum, fyrirtækjum og öðrum sérfræðingum með von um að tækifæri skapist um áframhaldandi samtal. Fjárfestar fylgjast grannt með nýsköpunarsenunni á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og eru eftirtektarverðir á ráðstefnunni. Sprotafyrirtæki hafa því fullt í fangi að tengja sig við aðila sem hyggjast leggja fé til áhugaverðra verkefna. Þrátt fyrir smæð okkar Íslendinga erum við áberandi í sprotasamfélaginu erlendis sem vel er tekið eftir á viðburðum sem þessum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sótti líka ráðstefnuna en hún tók þátt í umræðu um nýsköpun á aðalsviði TechBBQ. Íslensku sprotafyrirtækin úsem tóku þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova, fóru með pitch á sameiginlegum viðburði KLAK, Íslandsstofu og Innovation Week sem bar heitið Supernovas of Tomorrow. Fengu sprotarnir tækifæri á því að styrkja samband sitt við Áslaugu Örnu, ráðherra þau Astrid, Synia, Skarpur, Stubbur, Sundra, Plaio, FitTales, Swapp Agency og Livey. 

is_ISIcelandic