KLAK VMS fagnar nýju samstarfi við HØIBERG

KLAK – Icelandic Startups hefur undirritað samstarfssamning við HØIBERG, alþjóðlegt hugverkaráðgjafafyrirtæki. Markmið samstarfsins er að styrkja mentoraþjónustu KLAK VMS enn frekar og efla þannig stuðning við þau 80–100 sprotateymi sem njóta þjónustunnar ár hvert.

Samstarfið mun styðja við áframhaldandi vöxt og þróun mentorakerfisins og veita sprotateymum aðgang að sérfræðiþekkingu á sviði hugverkaréttar sem skiptir lykilmáli í uppbyggingu og vexti ungra fyrirtækja.

„Með samstarfinu við Høiberg fá sprotafyrirtæki aðgang að dýrmætum þekkingarbrunni sem hjálpar þeim að vernda hugverk sín og hámarka verðmætasköpun,“ segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups.

„ Við hjá HØIBERG höfum mikla ástríðu fyrir því að hjálpa nýstárlegum hugmyndum að vaxa og þróast í sterk og sjálfbær fyrirtæki. Með því að taka þátt í KLAK VMS getum við stutt íslensk sprotafyrirtæki allt frá upphafi – tryggt að þau skilji og verndi hugverkarétt sinn sem traustan grunn að framtírarárangri,“ segir Marisa Punzi, associate partner hjá HØIBERG.

KLAK VMS er einn mikilvægasti þátturinn í stuðningskerfi sprotasamfélagsins á Íslandi og byggir á MIT VMS aðferðafræðinni. Nú þegar starfa yfir 200 mentorar með KLAK VMS, þar á meðal reyndir frumkvöðlar, stjórnendur og sérfræðingar úr íslensku atvinnulífi. Mentorar veita sprotateymum handleiðslu og miðla af sinni reynslu og tengslaneti sem skilar sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri.

Um HØIBERG

HØIBERG er alþjóðlegt hugverkaráðgjafafyrirtæki með djúpan skilning á vísindum og tækni. Til að skapa verðmæti úr nýsköpun og rannsóknum sprotafyrirtækja veitir HØIBERG stefnumótandi ráðgjöf sem leggur grunn að vexti og sýnileika á alþjóðlegum mörkuðum

HØIBERGbætist í hóp öflugra bakhjarla KLAK VMS, á borð við KPMG, Advel, Háskólann í Reykjavík og Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.

is_ISÍslenska

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.