KLAK – Icelandic Startups kynnir nýjan viðskiptahraðal í heilsutækni og býður til kynningarviðburðar, 12. september, frá kl. 12:00 til 13:00 í Grósku. Þar verður fimm vikna hraðallinn kynntur, sem er sérsniðinn fyrir sprotafyrirtæki í heilsutækni. Markmið hraðalsins er að styrkja íslenskt heilbrigðiskerfi með fræðslu, leiðsögn sérfræðinga og tengslum við fjárfesta. Viðburðurinn er opinn öllum og boðið verður upp á hádegismat.
Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun og heilsutækni til að mæta og kynna sér spennandi tækifæri!