Opportunities in the circular economy
Nordic Circular Hubs, Iceland Ocean Cluster and Hringiða will hold a seminar with key experts from the Nordic countries in the field of implementing a circular economy in the main conference hall in Gróska May 10th.
We encourage all to attend the seminar and it´s free! Light refreshments will be served during the seminar.
To attend the seminar please register here
A call for action is on everyone’s mind – better air quality, cleaner water and reducing carbon footprint to name a few.
We hear all of you and ask ourselves what challenges have our neighbors already faced? Can we learn from it? How will we increase the cooperation of entrepreneurs, investors and municipalities to promote a sustainable society?
Experienced experts from Denmark, Finland, Norway and Sweden share their experiences in Gróska’s main conference hall of successful projects for the benefit of the circular economy and answer questions after the seminar.
Nordic Circular Hubs in Iceland for the first time.
Nordic Circular Hubs is a project to accelerate the development of a circular economy through a joint Nordic effort. Now for the first time in Iceland. The aim is to share different experiences and insights into the main challenges we face in achieving the Nordic government’s goal of becoming the most sustainable part of the world by 2030.
Partners of Nordic Circular Hubs are Kalundborg symbiosis, Eyde Cluster, Linköping University, Paper Province, Digipolis and Iceland Ocean Cluster.
This event is also streamed on Facebook.
///
Tækifærin í hringrásarhagkerfinu
Nordic Circular Hubs, Sjávarklasinn og Hringiða efna til málstofu með helstu sérfræðingum Norðurlanda á sviði innleiðingar hringrásarhagkerfis í hátíðarsal Grósku þann 10. maí.
Við skorum á alla að mæta en aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan málstofu stendur.
Hrópanir og brýningar dynja á okkur öll frá öllum áttum um betri loftgæði, hreinna vatn, minnkun kolefnisspors svo eitthvað sé nefnt. Við svörum kallinu en spyrjum okkur fyrst hvaða áskorunum hafa nágrannar okkar þegar mætt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins sem hægt er að læra af og hvernig má auka samstarf frumkvöðla, fjárfesta og sveitarfélaga til að stuðla að sjálfbæru samfélagi?
Reynslumiklir sérfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð deila reynslu sinni í hátíðarsal Grósku af árangursríkum verkefnum í þágu hringrásarhagkerfis og svara spurningum að málstofu lokinni.
Þekking þeirra spannar svið orkuiðnaðarins, skógarlífhagkerfisins, skipulagsmála
og samvinnu með sveitarfélögum, fjárfestum og háskóla- og nýsköpunarsamfélaginu svo fátt eitt sé nefnt.
Hittast nú í fyrsta sinn á Íslandi
Nordic Circular Hubs er verkefni til þess að hraða þróun í átt að hringrásarhagkerfi með sameiginlegu átaki Norðurlandanna. Markmiðið er að deila ólíkri reynslu og innsýn í helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til þess að ná markmiðum norrænna stjórnvalda um að verða sjálfbærasti heimshlutinn fyrir 2030 með áherslu á græn, lífræn og félagslega sjálfbær samfélög.
Samstarfsaðilar Nordic Circular Hubs eru Kalundborg symbiosis, Eyde Cluster, Linköping University, Paper Province, Digipolis og Sjávarklasinn.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn en viðburðinum er einnig streymt á Facebook.