fbpx

Metþátttaka í Dafna eftir haustúthlutun

Dafna 6 sem er í umsjón KLAK – Icelandic Startups hefst 22. febrúar fyrir styrkþega sem fengu úthlutaðan Vöxt eða Sprota úr Tækniþróunarsjóði þann 13. desember. Það er metþátttaka í vinnustofunar en 38 fyrirtæki munu sitja vinnustofur í Dafna með sérfræðingum úr atvinnulífinu og mentorum frá KLAK VMS. 

Á milli vinnustofa er gert ráð fyrir að styrkþegar vinni raunhæf verkefni sem aðstoða þau við að ná framgangi. Styrkþegar hitta mentorana milli vinnustofa og er þannig gert ráð fyrir að hver styrkþegi hitti sinn ráðgjafahóp fjórum sinnum. 

Mentorafyrirkomulagið er byggt upp í samstarfi við MIT Venture Mentoring Service og byggist á því að hver styrkþegi fær tvo til fjóra mentora sem þau hitta reglulega yfir tímabil Dafna. Styrkþegi hittir alla sína mentora samtímis og fær styrkþeginn þannig sinn ráðgjafahóp. Markmið Dafna er að auka árangur þeirra fyrirtækja sem hljóta styrk úr Tækniþróunarsjóði.

is_ISIcelandic