fbpx

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

KLAK – Icelandic Startups hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025!

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og er frumkvöðlakeppni sem haldin er í upphafi hvers árs. Keppnin er sérstaklega hugsuð fyrir nýsköpun á hugmyndastigi og er opin fyrir öll, jafnt hugmyndasmiðum og áhugafólki um nýsköpun sem vilja láta að sér kveða.

Masterclass Gulleggsins

Masterclass Gulleggsins verður haldinn helgina 25.-26. janúar, en það er opið og frítt tveggja daga námskeið í nýsköpun og stofun sprotafyrirtækja. Masterclassinn samanstendur af vinnusmiðjum og fyrirlestrum, þar sem fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga aðstoða frumkvöðla við sín fyrstu skref.

Masterclass Gulleggsins verður einnig haldinn á Akureyri, þar sem hann verður í beinu streymi og fulltrúi frá KLAK verður á staðnum til aðstoðar, t.d. við undirbúning umsóknar í lokakeppnina.

Til þess að taka þátt í keppninni þarf að fara í gegnum Masterclass Gulleggsins.

Hugmyndahraðhlaup Háskólanna

Hugmyndahraðhlaup Háskólanna verður haldið í fyrsta skipti helgina 4.-5. janúar þar sem markmiðið er að þróa hugmynd og búa til kynningu á henni. . Viðburðurinn verður opinn öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að finna sér teymi og þróa nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis – sem má svo senda inn í Gulleggið.

Tíu teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku þann 14. febrúar 2025.

is_ISÍslenska