fbpx

Sjálfbær samfélög í brennidepli í Grósku

Hringiða, Nordic Circular Hubs og Sjávarklasinn efndu til málstofu með helstu sérfræðingum Norðurlanda á sviði innleiðingar hringrásarhagkerfis á Íslandi í Grósku þann 10. maí sem auka á samstarf norrænna frumkvöðla, fjárfesta og sveitarfélaga til að stuðla að sjálfbærara samfélagi.

Brýnt er að svara kallinu um nátturumiðaðri lausnir á umhverfisvandanum.

Krístín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klak – Icelandic Startups opnaði málstofuna í hátíðarsal Grósku og þeir sem tóku til máls voru sérfræðingar frá Linköping háskóla, EYDE cluster í Noregi, Kalundborg Symbiosis í Danmörku og finnska nýsköpunarsjóðnum SITRA svo fátt eitt sé nefnt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur ávarpaði gesti og sagði þær ákvarðanir sem teknar verði í dag og á næsta ári þær veigamestu í móta framtíðarinnar.

Að lokinni málstofu kynntu frumkvöðlafyrirtækin í Hringiðu starfsemi sína og funduðu með norrænu sérfræðingunum. Þátttakendur Hringiðu í ár eru fyrirtækin e1, GreenBytes, Álvit, Plogg-In, Ýmir Technologies, Sidewind og Snerpa Power.

Þetta var ómetanlegt tækifæri fyrir fyrirtækin okkar að tengjast Norðurlöndunum betur. Ísland er lítill markaður og loftslagsvandinn er stór. Með öflugara samtali aukum við skriðþungann í átt að árangri.“ Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri Hringiðu.

Norrænu sérfræðingarnir sem fluttu erindi í hátíðarsal Grósku

Murat Mirata er dósent við Linköping Háskóla þar sem hann kennir innleiðingu hringrásarhagkerfis. Hann er með PhD. í Environmental Management and Policy.

Christophe Pinck og Stine Skagestad eru sérfræðingar í hringrásarhagkerfinu hjá Eyde Cluster í Noregi sem sérhæfir sig í sjálfbærum úrvinnsluiðnaði í tenglsum mvið m.a. ál.

Per Møller er þróunarstjóri hringrásarkerfa hjá Kalundborg Symbiosis í Danmörku. Per Møller er með Ph.D í lífefnafræði og hefur haft umsjón með fjölda verkefna tengdum hringrásarhagkerfinu bæði í Danmörku og á alþjóðavettvangi. 

Magnus Persson er verkefnastjóri á alþjóðasviði hjá Paper Province í Svíþjóð. Paper Province er leiðandi viðskiptaklasi í skógarlífhagkerfinu.  

Nani Pajunen er leiðandi sérfræðingur í sjálfbærum lausnum hjá SITRA, finnska nýsköpunarsjóðnum. Nani er sérhæfð í umskiptum iðnaðar í átt að hringrásarhagkerfi með áherslu á ný viðskiptatækifæri og viðhorf fjárfesta og eigenda. 

is_ISÍslenska