fbpx

Stærsta vísindaferð sögunnar í Grósku

Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku í október 2021 og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu og elstu frumkvöðlakeppni Íslands.

Gulleggið á sér langa sögu og verður haldið í 15. skipti í byrjun næsta árs. Gulleggið er keppni á hugmyndastigi, það er eina sem þarf til að taka þátt er hugmynd og í raun þarf ekki einu sinni hugmynd því hægt er að skrá sig til þáttöku án hugmyndar og fá þeir einstaklingar að finna sér teymi inni í keppninni.

Stuðningsaðilar Gulleggsins voru fjölmargir og þar má nefna Marel, Huawei, KPMG en fleiri fyrirtæki voru á svæðinu með bása að spjalla við fólk sem hafa gríðarlegan áhuga á frumkvöðlasenunni. CCP bauð meðal annars gestum í heimsókn upp í höfuðstöðvar sínar á 3. hæð í Grósku. Nýsköpunarnefndin stóð svo fyrir happdrætti og dreifði út fjölda vinninga við mikla kátínu viðstaddra.

Ölgerðin var stuðningsaðili Gulleggsins og var Malla sem er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Ölgerðinni með áhugavert erindi og sá Ölgerðin svo um að halda börunum opnum.

Þórunn Antónía sló síðan lokatón vísindaferðarinnar og gjörsamlega tryllti líðinn allt eins og henni einni er lagið.

is_ISIcelandic