fbpx
Freyr og Sunna hjá KLAK - Iclelandic Startups

Það eru fjölmargar leiðir að því að stofna fyrirtæki. Við höfum varðað leiðina til að vekja athygli á því hversu öflugt stuðningsumhverfi nýsköpunar er á Íslandi. Með því að styðjast við sprotaferlið geta frumkvöðlar á auðveldan hátt sótt sér viðeigandi styrki og stuðning á hverju stigi þróunar. 

Samstarf KLAK og Tækniþróunarsjóðs hófst af alvöru árið 2021 og er markmið samstarfsins að auka þekkingu og aðgengi frumkvöðla að stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Sprotaferlið er tilraun til að varða leið frumkvöðuls frá hugmyndastigi og er áhersla lögð á að straumlínulaga ferlið til að auka árangur sprotafyrirtækja.

Sprotaferlið

Lausnamót

Lausnamót eru hugmyndakeppnir fyrir frumkvöðla sem hyggjast leysa framsett vandamál. Besta lausnin vinnur svo lausnamótið, og hlýtur oft verðlaun sem gagnast við framkvæmd hugmyndarinnar. Þátttaka í lausnamóti er frábær leið til að fá hagnýtar hugmyndir fyrir frumkvöðlastarfsemi. 

Hugmynd

Ertu með hugmynd? Frábært – farðu yfir í næsta skref. Langar þig að fá hugmynd? Flestar hugmyndir eru hnitmiðaðar lausnir á algengnum vandamálum svo til að fá hugmynd er gott að horfa á heiminn gagnrýnum augum og hugsa hvað má betur fara.

Gulleggið

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi og er haldin í byrjun árs. Hægt er að skrá sig í Gulleggið með eða án hugmyndar. Fyrirkomulagið er þannig að allir geta skráð sig í Masterclass sem er kraftmikil helgi þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur læri að gera „pitch deck“ eða stutta glærukynningu sem gerir hugmyndinni góð skil. Í kjölfarið er svo keppt um bestu kynninguna. Hér getur þú kynnt þér Gulleggið.

Fræ

Fræ er styrkur með það markmið að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni. Til þess að sækja um Fræ þarf að skila inn 10 glæru kynningu sem gerir hugmyndinni góð skil – tilviljun? Hér getur þú kynnt þér Fræ.

Hraðall

KLAK keyrir árlega 3-4 viðskiptahraðla með mismunandi áherslur. Tókstu þátt í Gullegginu og ertu jafnvel búin að fá Fræ styrk? Ertu komin með gott teymi og þið tilbúin að taka næsta skref? Þá er viðskiptahraðall málið. Kjarninn í okkar hröðlum eru mentoraprógrömin en við tengjum frumkvöðla við reynslumikla frumkvöðla og sérfræðinga úr viðskiptalífinu. Skoðaðu hraðlana okkar betur hér.

Sproti

Sproti getur numið allt að 20 milljónum króna á tveimur árum og er ætlaður ungum nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum sem eru að vinna að verkefni á byrjunarstigi. Kynntu þér Sprotastyrkinn hér.

Dafna

Dafna eru vinnustofur fyrir þau sem hlotið hafa Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði. Hér hefst vinnan fyrir alvöru! Vinnustofurnar eru vikulangar og eru haldnar tvisvar á ári og í kjölfar þeirra fá allir styrkþegar tilvalinn mentor sem fylgir þeim næstu sex mánuðina.  Lestu meira um Dafna hér.

Fjármögnun

Ýmsar leiðir eru til fyrir sprotafyrirtæki að fjármagna verkefnin sín. 

Hraðall 2.0

Hraðla fyrir lengra komin fyrirtæki er oft gott að sækja utan landsteinanna og tekur KLAK þátt í því að kynna og finna fyrirtæki inn í alþjóðlega hraðla svo sem TINC í Sílikondal. Þú getur lesið meira um TINC hér.

Vöxtur

Vöxtur getur numið allt að 50 milljónum króna á tveimur árum og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Kynntu þér Vaxtarstyrkinn hér.

Fjármögnunarumhverfi

Ýmsar leiðir eru til fyrir sprotafyrirtæki að fjármagna verkefnin sín. Á Skapa.is má finna yfirlit yfir styrki, fjárfestingasjóði og aðra möguleika til að fjármagna nýsköpunarverkefni. 

Bootstrap

Bootstrap er frumkvöðla-lingo sem á við um það þegar frumkvöðlar nota eigið fé til þess að koma hugmyndinni sinni á skrið.

FFF

FFF stendur fyrir Family, Friends and Fools, en sumir frumkvöðlar nýta sér fé vina og vandamanna sem trúa á hugmyndina til að koma sér af stað. 

Styrkir

Hinir ýmsu styrkir eru í boði bæði til þróunar og rannsókna á nýsköpunarverkefnum en líka til innleiðingar nýsköpunarlausna. Yfirlit yfir styrki má finna á Skapa.is

Vísisjóðir

Vísisjóðir eru fjárfestingasjóðir ætlaðir fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Yfirlit yfir helstu fjárfestingasjóði fyrir íslenska sprota má finna á Skapa.is. 

Englar

Englar eru fjárfestar sem nota eigið fé til fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum á fyrsta stigi. Englar hafa sjálfir oft reynslu af frumkvöðlastarfsemi og geta veitt viðeigandi aðstoð. 

Lán

Til eru sjóðir sem bjóða upp á lán fyrir nýsköpunarverkefni. Einnig má taka lán í bönkum til sérstakra aðgerða fyrirtækis, svosem fasteignakaupa eða tækjafjármögnunar. 

Hópfjármögnun

Hópfjármögnun er þegar almenningur fjármagnar verkefni, oft með frjálsum framlögum gegn því að fá vöru/þjónustu þegar hún er tilbúin. 

Viðskiptahraðlar

Viðskiptahraðall er nokkurra vikna prógram fyrir frumkvöðla til þess að þróa hugmyndir sínar og gerast fjárfestingahæf. Viðskiptahraðlar KLAK enda yfirleitt á fjárfestadögum, þar sem frumkvöðlar kynna verkefni sín fyrir fjárfestum.