fbpx

Tíu rísandi sprotastjörnur taka þátt í Startup SuperNova 2024

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova 2024. Tilkynnt var um teymin á opnum viðburði í Grósku hugmyndahúsi og fengu frumkvöðlarnir fyrsta tækifærið til að kynna verkefnin sín fyrir framan fjárfesta, aðila úr nýsköpunarumhverfinu og aðra gesti. Allar umsóknir fóru í gegnum langt og strangt ferli, en bakhjarlar og fjárfestar tóku þátt í yfirferð umsókna.   

Við hjá KLAK – Icelandic Startups óskum öllum tíu sprotafyrirtækjunum til lukku með að fá inngöngu í viðskiptahraðalinn og hlökkum til að taka á móti þeim í byrjun ágúst í höfuðstöðvum KLAK, Mýrinni í Grósku hugmyndahúsi þegar hraðallinn hefst. Það var mjög gaman að sjá hversu fjölbreyttar og sterkar umsóknir við fengum í ár. Við hvetjum alla umsækjendur til að halda áfram að vinna í verkefnum sínum og þökkum bakhjörlum Startup SuperNova og fjárfestum fyrir aðstoðina við að fara yfir umsóknirnar.” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak – Icelandic Startups.

Það er alveg ljóst að það er ekki skortur á góðum hugmyndum þarna úti á miðað við fjölda umsókna sem við fengum inn í hraðalinn. Það er því virkilega skemmtilegt að geta gefið þessum tíu flottu sprotafyrirtækjum sem komust að tækifæri á að taka sínar hugmyndir lengra í gegnum Startup SuperNova“, segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova.

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Nova, KLAK – Icelandic Startups og Huawei með stuðningi frá Grósku hugmyndahúsi þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Hraðallinn hefst 6. ágúst og lýkur með fjárfestadegi 20. september.

Hér fyrir neðan má sjá sprotafyrirtækin tíu í stafrófsröð sem taka þátt.

GrowthApp

GrowthApp er einfaldasti og fullkomnasti vaxtarvettvangurinn fyrir sprotafyrirtæki á markaðnum í dag. Nýstárleg verkfæri okkar gera stofnendum í fyrsta skipti kleift að skipuleggja viðskiptahugmyndir sínar hratt í einfaldar framkvæmanlegar áætlanir og sjá skýra leið til árangurs.

Teymið:
Guido Picus
Jón Rúnar Baldvinsson
Michael Victor Lance

JarðarGreining

Jarðargreining sérhæfir sig í að þróa jarðratsjá (e. Ground Penetrating Radar – GPR) mælitæki sem notar rafsegulbylgjur til að nálgast upplýsingar og innri eiginleika efstu metra jarðarinnar án þess að hrófla við yfirborðinu.

Markmið okkar er að auka flytjanleika tækisins svo hægt sé að samþætta það við dróna og gera þessa tækni aðgengilega, hagkvæma og notendavæna svo að fleiri geti notið góðs af henni.

Teymið:
Morgane Priet-Mahéo
Eysteinn Már Sigurðsson

Massif Network

Our mission at Massif Network is to become the ultimate destination for producers and creative professionals to discover, research, and organize shoots at remote locations, creating value for everyone involved. 

Teymið:
Steinarr Logi Nesheim
Kristín Þórhalla Þórisdóttir
Guðmundur Stefán Þorvaldsson

Medvit Health

Medvit Health creates expert medical systems which support healthcare workers in the diagnostic process and patient treatment.

Teymið:
Daníel Ásgeirsson
Vin Þorsteinsdóttir
Inga Guðbjartsdóttir
Eir Lilja Daníelsdóttir

Neurotic

Neurotic gerir gagnastjórnun einfalda og skemmtilega. Notendavæni vettvangurinn okkar sér um erfiðu hlutina, svo þú getir einbeitt þér að vinnunni þinni. Með gervigreindarstuðningi og auðveldri samþættingu verður auðvelt að stjórna gögnunum þínum. Burt með gagnakvíða!

Teymið:
Geoffrey Stekelenburg
Stijn Huiskes
Veronika Guls
Diana Bobocu

Thorexa

Thorexa hannar hugbúnað sem auðveldar tölvupóst svörun með hjálp gervigreindar sem að lærir inn á stíl hvers og eins. Lausnin miðar að því að stytta tíma sem að fer í tölvupóst svörun, tryggir tímanleg svör og bætir starfsánægju.

Teymið:
Íris Líf Stefánsdóttir
Bjarni Þór Gíslason
Þór Tómasarson

The Gyna-app

The Gyna-app er heildrænt smáforrit sérsniðið að heilsu kvenna, sem aðstoðar konur að halda utan um þá þætti sem hafa áhrif á heilsu þeirra til framtíðar, með því markmiði að valdefla konur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og fá þá heilbrigðisþjónustu sem þær eiga skilið.  

Teymið:
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir

VibEvent

VibEvent sameinar alla þátttakendur tónlistarviðburða á samfélagsdrifnum vettvangi sem tengir tónlistarfólk, áheyrendur og skipuleggjendur. Með öflugum markaðstólum, innsýn í áheyrendagögn og nýstárlegum tekjuleiðum, styður VibEvent við sjálfstætt og upprennandi tónlistarfólk og eykur sjálfbærni tónlistarsenunnar.

Teymið:
Davíð Örn Jóhannsson
Bjarni Jónsson
Reynir Pálsson
Jana Maren Óskarsdóttir
Þorleifur Kamban
Guðmundur R. Einarsson