fbpx

Tilnefningar í Nordic Startup Awards



Ár hvert leitar Nordic Startup Awards að bestu sprotafyrirtækjunum, áhrifamestu hröðlunum, hæfileikustu frumkvöðlunum. Í ár verður keppnin haldin Íslandi í Silfurbergi í Hörpu 18. maí og eru viðskiptahraðlanir Startup Supernova og Til sjávar og sveita í umsjá Klak – Icelandic Startups tilnefndir fyrir Best Accelerator or Incubator Program. Það er enn hægt að hafa áhrif með því að kjósa. Almenningur getur kosið besta hraðalinn og því hvetjum við ykkur að kjósa en atkvæði ykkar gilda 50%.

Kjóstu með því að smella á logo hraðlana.

Nordic Startup Awards er vettvangur til að tengja alla norræna sprotasenuna á norðurlöndunum með því að kynna bestu og flottustu sprotana á markaðnum. Vertu með okkur til að fagna Nordic Startup í Hörpu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þig til að hitta byggja upp gott tengslanet. Það er enn hægt að kaupa miða á viðburðinn í Hörpu sem er 18. maí.

is_ISÍslenska