fbpx

Umsóknarfrestur í Hringiðu+ framlengdur til 13. febrúar

Áhuginn á Hringiðu+ hraðlinum hefur farið fram úr okkar björtustu vonum! 🎉

Við höfum fengið beiðnir frá teymum sem þurftu meiri tíma til að vinna og fullklára umsóknir sínar. Við ákváðum því að verða við þessari beiðni og framlengja umsóknarfrestinn til fimmtudagsins 13. febrúar.

Hringiða+ er einstakur hraðall sem býður frumkvöðlum á sviði hringrásarhagkerfisins upp á tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og fá leiðsögn frá reyndum sérfræðingum og mentorum. Markmiðið er að hraða framgangi lausna sem stuðla að sjálfbærni og umhverfisvænni verðmætasköpun. 🌱

Hvað færðu með því að taka þátt í Hringiðu+?

•Handleiðslu frá leiðandi sérfræðingum í nýsköpun og hringrásarhagkerfi

•Aðgang að fjölbreyttu tengslaneti fjárfesta og samstarfsaðila

•Verkfæri og aðferðir til að byggja upp sjálfbært sprotafyrirtæki

•Tækifæri til að kynna lausnina þína fyrir lykilaðilum í atvinnulífinu

Við hvetjum öll teymi með nýjar lausnir á sviði hringrásarhagkerfisins til að nýta sér framlenginguna og senda inn umsókn.

Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara! 🔍

is_ISÍslenska