fbpx

Uppskeruhátíð Dafna í hátíðarsal Grósku

Uppskeruhátíð í Dafna var haldin í hátíðarsal Grósku á dögunum fyrir fullum sal fjárfesta, sprota og frumkvöðla. Sprotafyrirtæki sem fengu styrkina Sprotann og Vöxt frá Tækniþróunarsjóðinum gátu sótt vinnustofur og fyrirlestra í Dafna sem er samvinna milli KLAK og Tækniþróunarsjóði sem endar með kynningu á verkefnum.

Dafna miðar að því að hjálpa sprotum að ná markmiðum sínum sem þau hafa sett sér eftir að hafa fengið styrk.

Hátíðarsalur Grósku var þéttsetinn þegar Halla Tómasdóttir og Andri Snær Magnason, rithöfundar og fyrrverandi forsetaframbjóðendur leiddu saman krafta sína á ný til að ræða hvernig við getum breytt samfélaginu til hins betra. Fékk KLAK tvíeykið til sín til að ræða innihald bókar Höllu, “Hugrekki til að hafa áhrif”, í tengslum við uppskeruhátíð Dafna.

is_ISIcelandic