
Frábær stemning og góð mæting var á vinnustofuna um styrkumsóknaskrif fyrir Tækniþróunarsjóð sem fór fram í Fenjamýri, Grósku, þann 5. febrúar 2025.
Á vinnustofunni fengu þátttakendur dýrmæt ráð um hvernig hægt er að hámarka möguleika sína á að hljóta styrk úr sjóðnum, sem veitir fjármagn til þróunar og nýsköpunar.
Vinnustofan, sem var leidd af Hönnu Kristínu Skaftadóttur, sérfræðingi í nýsköpun, fjármögnun og gervigreind, bauð upp á fræðslu um lykilatriði styrkumsókna.
Farið var yfir algeng mistök, formkröfur og hvernig gervigreind getur nýst við skrif umsókna. Að auki var boðið upp á spurninga- og svarsessjón þar sem þátttakendur gátu fengið persónuleg ráð.

Á meðal þess sem þátttakendur lærðu var hvernig hægt er að skerpa á röksemdarfærslu og efnisvinnslu umsókna, tryggja að þær uppfylli allar kröfur sjóðsins og forðast algeng mistök sem oft reynast dýrkeypt. Vinnustofan endaði á verklegri vinnu þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að þróa sínar eigin umsóknir áfram með leiðsögn.
Skilafrestur umsókna í Tækniþróunarsjóð er 17. febrúar kl. 15:00 og ljóst er að þeir sem mættu á vinnustofuna eru vel í stakk búnir til að senda inn vandaðar umsóknir.
Við þökkum öllum sem mættu fyrir þátttökuna og hlökkum til að fylgjast með spennandi nýsköpunarverkefnum sem spretta upp úr þessari vinnu!
