Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?

Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?
Markmið KLAK health er að hvetja til nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu og efla tengslanet þess við nýsköpunarumhverfið
Þátttakendur öðlast skilning á regluverki, tæknilegum kröfum og viðskiptatækifærum heilbrigðiskerfinu
Við lok hraðalsins hafa teymin mótað þróunaráætlun og næstu skref til að ná í greiðandi viðskiptavini og kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og hagaðilum
Markmið hraðalsins er að örva frumkvöðlastarf í heilsutækni, auka þekkingu sprotateyma á regluverki, tæknilegum kröfum og viðskiptatækifærum, veita þeim aðgang að leiðsögn og tengslaneti fjárfesta og lykilaðila og hjálpa þeim að móta þróunaráætlun og viðskiptalega sýn. Að auki er markmiðið að undirbúa teymin markvisst fyrir fjármögnun og samstarf í heilbrigðis- og nýsköpunarumhverfinu.
Öflug teymi með verkefni á frumstigum á sviði heilsutækni. Þar á meðal á sviði lækningatækja, líftækni, lyfjaþróunar, stafrænnar heilsutækni og heilsulausna fyrir neytendur. Það er ekki skilyrði að búið sé að stofna fyrirtæki, en þátttakendur þurfa að geta tekið virkan þátt í vinnustofum og fyrirlestrum í Grósku á meðan hraðlinum stendur.
Allt að tíu sprotafyrirtæki verða valin til þátttöku.
Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.