MyRise þátttakandi í Startup SuperNova: Nói Klose deilir reynslu og sýn á heilsuapp sem skilur líðan
Nói Klose, einn stofnenda MyRise og þátttakandi í Startup SuperNova 2025, deilir í nýlegu viðtali á Vísir sinni vegferð frá mygluveikindum til hugmyndar um heilsuapp sem aðlagar ráðleggingar að líðan dagsins. MyRise vinnur að innbyggðum tilfinningagreindum AI‑þjálfara sem setur notandann í miðju og „skilur“ sveiflur dag frá degi.
Í Startup SuperNova fær MyRise og önnur teymi m.a. fræðslu, aðgang að sérfræðingum og tengslanet sem hraða vexti og styrkja vistkerfi nýsköpunar á Íslandi.
KLAK – Icelandic Startups er stolt af því að styðja frumkvöðla sem læra af reynslu, sækja fram og byggja verðmæti fyrir samfélagið.
Startup SuperNova er samstarfsverkefni Nova, KLAK – Icelandic Startups og Huawei.