Tíu teymi hafa verið valin til þátttöku í Startup Tourism viðskiptahraðlinum sem KLAK – Icelandic startups stendur fyrir og hefst 28. október næstkomandi. Hraðlinum er ætlað að styrkja stoðir ferðaþjónustu á Íslandi, efla ný fyrirtæki, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Mikill fjöldi umsókna barst í Startup Tourism og ljóst er að ærið tilefni var til að endurvekja hraðalinn sem hefur legið í dvala undanfarin ár. Hann var keyrður fjórum sinnum á árunum 2016-2019 með góðum árangri og mörg ferðaþjónustufyrirtæki á íslandi sem eru starfandi enn í dag tóku sín fyrstu skref í Startup Tourism.
Í ár bárust umsóknir úr öllum landshlutum og var þá um að ræða hugmyndir um allt frá nýjum áfangastöðum ferðamanna til fjölbreyttra tæknilausna og þjónustuhugmynda. Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri Startup Tourism segir að ánægjulegt hafi verið að finna mikinn áhuga á hraðlinum og lausnum í ferðaþjónustu um allt land á 13 kynningarfundum sem haldnir voru fyrr í mánuðinum. “Ferðaþjónustan hefur verið í örum vexti eftir heimsfaraldurinn og greinilegt að tækifæri til úrbóta og þróunar í greininni eru mörg. Teymin sem voru valin inn í hraðalinn í ár eru afar fjölbreytt og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeirra framlag muni stuðla að nýsköpun í greininni og bæta upplifun bæði ferðamanna og heimamanna.”
Bakhjarlar Startup Tourism eru Berjaya Iceland Hotels, Icelandair, N1, Icelandia, Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Faxaflóahafnir, auk þess sem Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og Íslandsstofa koma að verkefninu sem samstarfsaðilar.
Alheimur er vísindasetur sem inniheldur gagnvirkt og áhugavert efni um eðli vísinda og tækni. Markmiðið er að fræða í gegnum leik, skemmtun og leikræna framsetningu sem heillar börn og aðra gesti þannig að lærdómurinn situr eftir og löngunin til að vita meira eykst. Í Alheimi er skemmtun og fræðsla samþætt svo upplifun verður einstök.
Eys ferðaþjónusta miðar að því að ferðafólk geti notið Artískrar náttúru (Norðurslóða) og ferðalaga þar með sjálfbærum hætti og án þess að skapa átroðning á þeim stöðum þar sem ferðast er um. Sköpuð er heildstæð ferðaupplifun þar sem skipulagið verður að njóta en ekki þjóta á milli ferðamannastaða og öll ferðalög innanlands verði með sjálfbærum hætti með umhverfisvænum orkugjöfum. Jafnframt verði lögð rík áhersla á að ferðaupplifunin tengist við viðburði íbúa á svæðinu þannig að ferðafólk fá innsýn inn í menningu hvers svæðis.
HotSheep einbeitir sér að svokölluðum last-minute bókunum á upplifunum. Fyllt er upp í ferðir með því að bjóða hvetjandi afslætti þegar það er stutt í brottför. Með þessu fær ferðaskipuleggjandinn betri nýtingu og ferðamaðurinn fær betri verð.
Verkefnið snýst um það að gefa erlendum ferðamönnum færi á að leigja sér góðan útivistarfatnað á hagkvæmu verði á meðan á dvöl sinni stendur. Hliðarstarfsemi er að yfir sumartímann bjóðum við einnig upp á útilegubúnað. Margir ferðamenn frá hlýjum löndum eiga ekki hlýjan útivistarfatnað. Þá tekur útivistarklæðnaður mikið pláss í farangurstöskum. Þetta, ásamt þeirri hentisemi að geta nálgast öll útivistarföt sem þeir þurfa á einum, vel staðsettum, stað eru ástæðurnar fyrir starfsemi IcelandCover.
Norræn atvinnumiðstöð fyrir ferðaþjónustu, sem tengir fyrirtæki í ferðaþjónustu við hæft starfsfólk. Vettvangurinn okkar straumlínulagar ráðningarferli fyrir störf þar sem vinnutími og vaktir eru sveigjanlegar og tryggir að fyrirtæki geti fljótt fundið hæft starfsfólk þegar þau þurfa mest á því að halda.
PMU.is er sérsniðinn hugbúnaður fyrir ferðaþjónustu sem eykur utanumhald í skutlþjónustu fyrir ferðamenn. Notandinn getur nýtt sér leiðarvísi sem auðveldar honum að finna sína stoppistöð og tryggir að hann sé á réttum stað. Þegar hann er mættur getur hann stimplað sig inn, sem nýtir staðsetningarhnit símans og sannreynir að hann sé á réttum stað. Innstimplunin sýnir fram á að kúnnin hafi verið mættur á réttum tíma og réttum stað ef svo skyldi að rútan færi án hans.
Verkefninu er ætlað að endurreisa ferðþjónustu í Grindavík eftir jarðhræringar með áherslu á öryggi ferðamanna og nýtingu jarðfræðilegrar sérstöðu svæðisins. Við ætlum að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónstu með fræðslusetrum, skipulögðum ferðum og náttúruupplifunum, ásamt að skapa vettvang fyrir vísindarannsóknir. Við ætlum að nýta fyrirliggjandi gögn frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofu Íslands til kortlagningar. Markmiðið er að tryggja sjálfbæra þróun og endurreisn Grindavíkur sem áfangastaðar.
Snotra er að þróa gervigreindarlausn byggða á SaaS til að styrkja ferðaþjónustuna, tryggja samræmi við sjálfbærnistefnu ESB og iðnaðarstaðla með gagnasöfnun og dreifðri, gagnvirkri þjálfun sem miðar að því að auka heildarþátttöku í sjálfbærni í ferðaþjónustu.
Guyde er raddstýrt leiðsöguapp sem, með hjálp spunagreindar og talgervilstækni, veitir ferðalöngum á einka- og bílaleigubílum félagsskap og leiðsögn í samræmi við staðsetningu þeirra og persónulegar óskir.
Ævintýraeignir áforma að gera nýjan áfangastað á Suðurlandi, nánar tiltekið Reynisfjall við Vík í Mýrdal. Ætlunin er að bæta aðgengi og öryggi með merkingum og stikum fyrir hjóla og göngufólk. Bæta aðgengi með rútuferðum upp á fjall. (líka fyrir hreyfihamlaða) Bæta öryggi með því að hafa áningarstað upp á fjalli með salerni og veitingum.(Gamla lóranstöðin.) Bæta afþreyingu.