Klúðurkvöld Startup SuperNova verður haldið fimmtudaginn 9. júní í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel frá 17:00 – 19:00.
Frumkvöðlanir sem koma fram á kvöldinu hafa komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina og gefið af sér í leiðinni. Öll hafa þau gert það gott og lært af klúðrinu.
Á klúðurkvöldinu fá sprotar og þau sem eru í startholunum með að starta eigin sprota að hlýða á hvað klúðraðist í ferlinu. Þetta kvöld er líka gott tækifæri að tengjast öðrum sem eru á sömu vegferð sem er gulls ígildi.
Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.
Búið er að opna fyrir umsóknir í Startup SuperNova 2022.
Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á hraðlinum stendur.
Í ár hefst Startup SuperNova á þriggja daga Masterclass og hraðallinn hefst svo 3. ágúst þar sem topp 10 teymin komast að í 5 vikna viðskiptahraðal. Startup SuperNova lýkur svo með glæsilegum fjárfestadegi 9. september.