fbpx

Opið fyrir skráningar í Startup Supernova

Búið er að opna fyrir skráningar í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova en þetta er í þriðja sinn sem hraðalinn er keyrður en umsjón hans er í höndum KLAK – Icelandic Startups. 

Nova er bakhjarl hraðalsins líkt og fyrri ár en hraðallinn hefur reynst árangursríkur stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki en dæmi um fyrirtæki sem farið hafa í gegn eru til að mynda Lightsnap, Stubbur, PLAIO svo einhver séu nefnd. 

Í ár verður hraðallinn keyrður með öðru sniði og hefst hann með Masterclass Startups Supernova 2022 sem fer fram 23. – 25. júní í Grósku. Masterclassinn er opinn öllum sprotafyrirtækjum – aðeins verða 200 sæti í boði en einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.

Eftir Masterclassinn gefst þátttakendum svo tækifæri á að keppast um að komast lengra.  Bestu tíu sprotafyrirtækin halda svo áfram í 5 vikna viðskiptahraðal þar sem skýr fókus er á að þroska fyrirtækin í að verða fjárfestingarhæf og tilbúin í næsta skref.

Við erum virkilega spennt fyrir þessum breytingum á Startup Supernova og teljum að þarna getum við náð til mun stærri hóps, Við verðum með frumkvöðla á heimsklassa og sérfræðinga að miðla sinni reynslu á Masterclassinum. Öll þau sem eru að reka fyrirtæki eða taka sín fyrstu skref í að stofna fyrirtæki munu hafa mikinn ávinning af Masterclass Startup Supernova. Hraðallinn sjálfur verður svo algjör bomba og þar ætlum við að taka inn allra bestu sprota landsins og útskrifa þau sem fjárfestingarhæf fyrirtæki.”,  segir Kristín Soffía, framkvæmdastjóri Klak – Icelandic Startups.

“Á sama hátt og það er frábært að geta stutt við grasrótarstarf nýsköpunar á Íslandi þá fyllir það okkur andagift og auknum krafti að vera í návígi við þá kraftmiklu frumkvöðla sem við höfum fengið að kynnast í gegnum hraðalin undanfarin tvö ár sem bakhjarlar Startup SuperNova. Við lítum á nýsköpun sem hluta af okkar DNA og okkar aðkoma hjálpar okkur að halda þeim anda á lofti. SuperNova er hraðleið fyrir snjöll, skapandi og hagnaðardrifin fyrirtæki sem ætla að skala sitt viðskiptamódel útfyrir landsteinana, það á jafnt við um smáfyrirtæki og stórfyrirtæki og við hvetjum öll  með stórar hugmyndir um að sækja um þátttöku.” – Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

is_ISIcelandic