fbpx

Guðlaugur Þór og Gísli Marteinn leysa loftlagsvandann!

Næsta miðvikudag verður KLAK með viðburð í Tjarnarsal Ráðhússins en þar munu frambærilegustu hringrásar-sprotafyrirtæki landsins kynna sínar lausnir á vandamálum dagsins í dag. Í kjölfarið mun sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn Baldursson fá til sín Guðlaug Þór Þórðarson, Umhverfis-, loftlags- og orkuráðherra, Ragnheiði Magnúsdóttur sérfræðing og athafnamanninn og fjárfestinn Bala Kamallakharan til þess að ræða hvernig við getum hraðað innleiðingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi.

Viðburðurinn hefst kl 13 og lýkur kl 15 og þau sem láta sig loftlagsmál varða ættu ekki að láta hann fram hjá sér fara.

Þau sem þyrstir í meira geta rölt yfir á Aldamót bar þar sem að umræðan heldur áfram en skráning fer fram hér.

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins

13:00 Opnun viðburðar – Gísli Marteinn býður gesti velkomna.
13:05 Mini demo day – pitch+shark tank. Kynning teymanna í Hringiðu og spurningar.

Teymin í Hringiðu 2022
Snerpa power
SideWind
Álvit
Ýmir
GreenBytes
Plogg-In
e1


14:00 Panel umræður – Guðlaugur Þór Þórðarson, Bala Kamallakharan, og Ragnheiður Magnúsdóttir.
15:00 Boðið í frekari umræður í eftirpartýi á Aldamót bar. Skráning fyrir eftirpartý hér.