fbpx

Haraldur Hugoson frá ECA hreppti 1. sæti í NNPC 2023

Klak og Weird Pickle stóðu fyrir Silicon Vikings New Nordics Pitch Competition 2023 sem fór fram í Grósku á lokadegi Iceland Innovation Week. 8 framúrskarandi sprotafyrirtæki kepptu um bestu lyftukynninguna. Voru þar mættir erlendir og innlendir sprotar, frumkvöðlar og fjárfestar til að fylgjast með og hvetja keppendur. Haraldur Hugoson meðstofnandi ECA, Esports Coaching Academy gerði sér lítið fyrir og hreppti fyrsta sætið. Valur Þór Gunnarsson meðstofnandi Taktikal lenti öðru sætinu og Stefán Baxter stofnandi Quick Lookup tók þriðja sætið. 

Sprotafyrirtækin í New Nordics Pitch Competition Grand Final, voru valinn af alþjóðlegri dómnefnd frá Bandaríkjunum. Silicon Vikings eru fagsamtök með öflugt tengslanet sem tengir Norðurlöndin og Eystrasaltssvæðin við Silicon Valley í Kaliforníu. Samtökin hafa verið með höfuðstöðvar í Silicon Valley síðan 1997 með öflugt tengsl við öll norður- og eystrasaltslöndin sem er brú á milli svæða til að styrkja ímynd og auka aðdráttarafl þeirra.

Þau átta sem tóku þátt í ár voru ECA, Taktikal, Quick Lookup, Porcelain Fortress, Horse Day, Melta, Leviosa og Moombix.

is_ISÍslenska