fbpx

Hringiðu hádegi í Grósku 29. mars

KLAK – Icelandic Startups býður áhugasömum í Hringiðu hádegi miðvikudaginn 29. mars í Grósku í tilefni þess að viðskiptahraðallinn Hringiða hefur nú hafið göngu sína í þriðja sinn.

Hringiða leggur áherslu á hringrásarhagkerfið þar sem dregið er fram, eflt og stutt nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum.

Þema viðburðarins er matvælaframleiðsla á sviði hringrásarhagkerfisins:

Nýsköpunarfyrirtækið og hátæknigróðurhúsið VAXA mun fara yfir nýja framleiðslutækni, þ.e. vertical farming, svokallaður lóðréttur landbúnaður sem fer fram innandyra þar sem öllum þáttum er stýrt eftir mikilli nákvæmni og nýtni á auðlindum er hámörkuð.

Boðið verður upp á hádegisverð þar sem salatið frá VAXA verður í brennidepli.

Dagssetning: 29. Mars
Tímasetning: 12:00-13:00
Staðsetning: 1. hæð í Grósku á parketinu við Mýrina

Dagskrá:
12:00 – VAXA // Andri Björn Gunnarsson meðstofnandi

12:15 – Erindi verður tilkynnt á næstu dögum
12:30-13:00 – Hringiðu teymin kynna verkefnin sín

Sprotafyrirtækin sem koma fram eru eftirfarandi:

🌱 Mar Eco
Mar Eco stendur fyrir Marine Ecolocial Solutions en markmiðið er að vinna að umhverfisvænum lausnum í framleiðslu og notkun veiðarfæra. Notast er við endurunnið plastrusl úr sjó sem styður við bláa hagkerfið og umhverfisvænar veiðar.

🌱 Orb
Orb þróar tækni til að mæla kolefnisbindingu skóga á ódýran og aðgengilegan hátt til að stuðla að ábyrgri kolefnisjöfnun og framleiðslu vottaðra kolefniseininga.

🌱 Munasafn RVK Tool Library
Hringrásarsafnið veitir samfélögum sanngjarnan og fjárhagslegan aðgang að tólum og öðrum munum.

🌱 Resea Energy
Resea Energy er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem stefnir á framleiðslu á lífeldsneyti úr hrati frá ræktuðu þangi.

Umsjón með hraðlinum er í höndum KLAK sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Bakhjarlar Hringiðu eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Grænvangur og Orkuklasinn.