fbpx

KLAK fer í stranga þjálfun hjá MIT VMS

KLAK – Icelandic Startups mun sitja krefjandi námskeið hjá MIT háskólanum í Boston á næstu dögum. Námskeiðið kemur í kjölfar samnings sem KLAK hefur gert við MIT Venture Mentoring Service (MIT VMS) um að byggja mentoraþjónustu KLAK upp að þeirra fyrirmynd og mun KLAK þannig reka formlegt systurprógram MIT VMS.

KLAK hefur í fjölda mörg ár aðstoðað frumkvöðla og sprotafyrirtæki en með þessu samstarfi verður mentoraþjónustan og mentorasamfélagið elft enn frekar með því að taka upp framkvæmd MIT VMS sem hafa í 22 ár þróað aðferðir við að efla og hraða vexti sprotafyrirtækja.

Markmið þessa námskeiðs er að kenna verkefnastjórum KLAK að þjálfa mentora og halda utan um virkt og faglegt samfélag mentora. KLAK er veittur aðgang að kennsluefni til mentora og í upphafi næsta árs munu svo sérfræðingar MIT VMS koma til Íslands og halda vinnustofur fyrir mentora KLAK en mentorasamfélag KLAK telur í dag um 300 stofnendur, stjórnendur og sérfræðinga úr íslensku viðskiptalífi.

is_ISÍslenska